Stockfish kynnir til leiks ApostLab, sérhannað eftirvinnslunámskeið fyrir framleiðendur. Vel skipulögð eftirvinnsla á kvikmynd eða sjónvarpsþáttum er liður í því að nýta til fulls alla möguleika bæði í skapandi og fjárhagslegu tilliti.
ApostLab býður upp á einstakar vinnustofur þar sem farið er yfir alla þá þætti sem hafa áhrif á gang eftirvinnslunnar, allt frá gerð fjárhagsáætlana, vinnuflæðis og áætlana til skapandi og tæknilegra þátta. Markmiðið er að koma sér upp færni og þekkingu til að forðast flöskuhálsa í áætlanagerð og skipulagningu sem og að geta átt upplýst samskipti við alla þá sem koma að eftirvinnslunni á kvikmyndinni, eða sjónvarpsþáttunum.
Neeltje Van Der Heiden eftirvinnslustjóri og skipuleggjandi hjá ApostLab mun kynna námskeiðið með það að markmiði að halda það hér á næsta ári í tengslum við Stockfish hátíðina.