Þátttakendur
Þetta er ekki smiðja fyrir byrjendur. Þátttakendur skulu helst hafa skrifað handrit að kvikmynd eða sjónvarpsþætti til að taka þátt. Sambærileg reynsla metin til þátttöku.
Umsóknarferli
Umsækjendur sækja um með handrit í þróun og 12 höfundum verður boðin þátttaka.
Vinsamlegast hafið í huga að þetta er eingöngu hugsað sem smiðja fyrir höfunda með reynslu.
Senda skal inn stutta lýsingu (e. logline) og samantekt (e. synopsis), handrit og upplýsingar um höfund (umsækjanda).
UMSÓKNARFRESTUR: 25. mars 2025 – í lok dags.
Verð: 45.000 kr. (Athugið að mörg stéttarfélög veita styrki fyrir námskeiðsgjöldum.)
Tina Gharavi
Gharavi er handritshöfundur og leikstjóri, sem tilnefnd hefur verið til BAFTA- og Sundance-verðlauna. Hún leggur áherslu á að segja ekta sögur með nákvæmlega mótuðu sjónarhorni. Hún hefur unnið á stríðshrjáðum svæðum og við guerrilla filmmaking, þar sem hún sameinar drifkraft sinn og hæfileika í túlkun og ígrundun verka sinna.
Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, I Am Nasrine, var tilnefnd til BAFTA-verðlauna. Hún er að þróa sína fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Refurinn/The Fox, íslenska glæpaseríu með óvæntum fléttum, framleidd af Nomadic Pictures (Fargo).
Nýlega lauk hún leikstjórn á sinni fyrstu Netflix-seríu, fjögurra þátta blöndu af leiknu efni og heimildarmynd, African Queens: The Cleopatra, fyrir Westbrook, sem framleidd var af Jada Pinkett-Smith.
Gharavi er einnig fræðikona og kennir kvikmyndagerð víðs vegar um heim. Hún hlaut MIT-styrk og var árið 2017 tekin inn í BAFTA-akademíuna. Umboðsskrifstofur hennar eru Independent Talent í Bretlandi og Gersh í Los Angeles, en hún vinnur mest á þessum tveimur stöðum.
Smiðjan: Dagskrá
Smiðjan er yfir þrjá daga og skiptist í tvo hluta; morgun- og eftirmiðdagspart.
DAGUR 1: Grunnur sagnagerðar : Hvernig er hægt að segja sögur?
DAGUR 2: Þróun og styrking handritsins
DAGUR 3: Fínpússun og pitch