Pallborðsumræður

Hvað má og hvað ekki í sölu og dreifingu kvikmynda-og sjónvarpsefnis?

Dagssetning

Fimmtudagurinn 30. mars

Staðssetning

Bíó Paradís

Tími

15:00 - 16:00

Kynnir

Hrönn Kristinsdóttir, listrænn stjórnandi Stockfish

Sala á kvikmyndum getur verið tímafrekt verkefni sem þarfnast sérkunnáttu. Því er mikilvægt að vera með alþjóðlegt sölufyrirtæki sem sér um að selja myndina til hinna ýmsu dreifingaraðila víðsvegar um heiminn. Tilgangur umræðunnar er að veita innsýn í hvað söluaðilar leitast eftir og hvernig best er að bera sig að við að kynna verkefni fyrir sölufyrirtækjum.

Marcin Luczaj, sölu- og þróunarstjóri hjá New Europe Film Sales sem er ört vaxandi sölufyrirtæki veitir okkur innsýn í hvað söluaðilar leitast eftir í verkefnum til að selja áfram.