Mimi Plauché er listrænn stjórnandi Chicago kvikmyndahátíðarinnar sem er elsta kvikmyndakeppni Norður-Ameríku. Hún hefur starfað við hátíðina í 18 ár, er listrænn stjórnandi hennar, hefur umsjón með dagskrárgerð hátíðarinnar og sér um árlega kvikmyndaseríu samtakanna. Áður en hún gekk til liðs við Chicago kvikmyndahátíðina var Mimi í doktorsnámi í japönskum bókmenntum og kvikmyndum við háskólann í Michigan. Hún hefur meðal annars hlotið styrki frá Fulbright-Hays, Japan Foundation og Social Science Research Council fellowships auk annarra styrkja. Mimi hefur verið sæmd Chevalier of the Order of Arts and Letters af franska menningarmálaráðherranum.
Áður starfaði Mimi við dagskrárgerð heimildar- og stuttmynda fyrir Cinema/Chicago samtökin og vann fyrir alþjóðlegu heimildarmyndahátíðina í Yamagata (International Documentary Film Festival) þegar hún bjó í Japan. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við dagskrárgerð, átt sæti í dómnefndum og verið formaður dómnefnda á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða.