Pallborðsumræður

Kvikmyndir gerðar aðgengilegar fyrir alla

Dagssetning

Sunnudagurinn 26. mars

Staðssetning

Norræna húsið

Tími

14:30 - 15:30

Kynnir

KINO USMEV

Pallborðsumræður Kino Usmev og Bíó Paradís um leiðir til að auðvelda aðgengi og auka sýnilegan fjölbreytileika í kvikmyndum.

Aðgengi og þátttaka er lykilatriði í að öðlast innsýn í ólíka menningarheima og efla samkennd með öðru fólki. Það er því mikilvægt að aðlaga kvikmyndir að fjölbreyttum áhorfendum þar sem allir þjóðfélagshópar eiga fulltrúa. Það ýtir undir meðvitund um heildina og tryggir að allir upplifi að þeir séu metnir og virtir sem einstaklingar.

Í þessum pallborðsumræðum verður farið yfir samstarf Kino Usmev og Bíó Paradís sem miðar að því að aðlaga bíósýningar að sérstökum þjóðfélagshópum eins og blindum, heyrnarskertum eða einhverfum. Eftir pallborðsumræðurnar er boðið upp á sérsýningu í Bíó Paradís.

107 MOTHERS – PETER KEREKES kl: 17:00

„Þessi viðburður er hluti af KÓSÝ KINO, sem er verkefni styrkt af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EEA. Einnig hefur ríkkissjóður Slóvakíu verið hluti af þeim styrk.“