Florian Hoffmeister B.S.C., er þýskur kvikmyndatökumaður og leikstjóri sem er hvað þekktastur fyrir tökur kvikmyndarinnar „Tár“ en fyrir hana hlaut hann tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatökuna til Óskarsverðlauna. Um þessar mundir er hann við upptökur á fjórðu þáttaröð HBO – „True Detective“ eftir Issa López hér á landi. Verkefni sem True North á Íslandi þjónustar.