Í tilefni Stockfish, býður WIFT á Íslandi (Women in film and Television) – félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi kvikmyndagerðarfólki af öllum kynjum að koma og hitta WIFT konur og ræða hvernig við getum öll staðið vörð um kynjajafnrétti í faginu. Wift fagnar 19 ára starfsemi félagsins á Íslandi margt hefur áunnist þótt enn séu næg verkefni framundan. Telebar býður upp á 10% afslátt af matseðli fyrir þá sem vilja mæta snemma og fá sér kvöldverð áður en fögnuðurinn hefst. Öll eru velkomin að mæta og fagna fjölbreytileikanum og ráðgera næstu skref í átt að fullu jafnrétti og inngildingu í kvikmyndagerð.
Veigar verða í boði meðan birgðir endast en það er hamingjustund (happy hour) frá kl 16-18 og kokteilaklukkustund (cocktail hour) frá 20-22!
Að auki mun TARAMAR, sem framleiðir margverðlaunaðar íslenskar húðvörur, kynna vörurnar sínar á viðburðinum.