Í iðandi Mumbai raskast dagleg rútína hjúkrunarfræðingsins Prabha þegar hún fær óvænta gjöf frá eiginmanni sínum, sem hún er hefur tapað sambandi við. Á sama tíma reynir herbergisfélagi hennar, hin unga Anu, stanslaust að finna staði til að vera í friði með kærasta sínum. Þetta lágstemda en áhrifaríka drama fjallar um seiglu, tengsl og hversdagslega fegurð sem birtist í áskorunum lífsins.