Í slitnum húsbíl leggja Emma Örtlund og Ida Johansson af stað í ferðalag ásamt Pär Johansson til að komast að því hvernig það var að lifa með þroskahömlun á öldum áður. Á tímum þegar Svíþjóð stundaði rannsóknir í kynþáttafræðum og framkvæmdi skelfilegar tilraunir á Vipeholm-stofnuninni. Á ferðalagi sínu fá þau aðstoð frá ýmsum sérfræðingum sem veita þeim innsýn inn í hörmuleg örlög samlanda þeirra fyrr á tímum. Þrátt fyrir þessa innsýn inn í óréttlæti fortíðarinnar er myndin engu að síður hjartnæm saga um hugrekki og gleði lífsins.
Ath. Sjónlýsing á íslensku í boði Uppskeru, menningarhátíðar fötlunarfræða