THE WHALE:
Evrópsk handritasmiðjaþvert á landamæri
THE WHALE er handritasmiðja sem fer fram í þriðja sinn í samstarfi við Stockfish. Smiðjan í ár er með nýju sniði og er starfrækt þvert á Ísland, París og Bretland. Smiðjan sameinar upprennandi og reynslumeiri handritshöfunda sem leggja áherslu á nýsköpun ,vilja brjóta upp hið hefðbundna frásagnarform og segja sögur frá fjölbreyttum sjónarhornum.
Einstök skapandi upplifun
Smiðjan stendur yfir í þrjá daga og fer fram í Reykjavík . Henni lýkur með „pitchi“ fyrir fagfólki í París, Frakklandi (eða rafrænt).
Smiðjan inniheldur:
- Yfirferð verkefna í höfundaherbergi (writers room)
- Þróun kynningarskjala/biblíu fyrir verkefnið.
- Persónuleg ráðgjöf frá fagfólki í greininni
- Sérsniðna endurgjöf á einstaklingsverkefnum
- Kynningarfundur fyrir boðna framleiðendur og efnisstjóra
- 12 mánaða eftirfylgni í hópvinnu á netinu
Höfundar vinna náið með reyndum leiðbeinendum og “showrunners” þar sem þeir skerpa handritið, efla frásagnarhæfni sína og byggja upp verðmæt tengsl innan fagsins. Lokakynningin veitir þátttakendum tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir framleiðendum og lykilaðilum í kvikmynda- og sjónvarpsgreininni.
Um okkur
THE WHALE er rekið af O Brave New Story Institute (Bretland) og Bridge + Tunnel Productions (Bretland), í samstarfi við Stockfish kvikmyndahátíðina á Íslandi og með stuðningi skapandi samstarfsaðila í Frakklandi. Saman vinnum við að því að efla djörf, fjölbreytt og framsækin frásagnarform.
Leiðbeinandi í handritagerð árið 2026 verður BAFTA-tilnefndi og verðlaunaði handritshöfundurinn Tina Gharavi.
Gjöld og hagnýtar upplýsingar
Þátttökugjald: 710 USD
Innifalið: 3 dagar á Íslandi, 1 kynningardagur og 12 mánaða hópvinnustundir á netinu.
Ferðir og gisting: Ekki innifalið, en boðið verður upp á afsláttarkjör á hótelum.
Dagsetningar
22.–25. mars 2026
Reykjavík, Ísland — samhliða Stockfish kvikmyndahátíðinni
- Valfrjáls kynningardagur í París (dagsetning auglýst síðar) eða rafrænn
- 1 ár: Hópavinnustofa á netinu verður í boði
Umsóknir fara fram í gegnum FilmFreeway:


