Rammi sögunnar víkkaður
Heimildarmyndirnar Writing With Fire (2021) og Framing Agnes (2022) verða sýndar á hátíðinni í ár. Þær segja sögur um jaðarsettra hópa frá mismunandi heimshornum. Báðar myndirnar miða að því að skoða og endurskilgreina valdastrúktúra innan mismunandi samfélaga í gegnum heimildarmyndaformið. Önnur myndin segir frá fréttakonu sem tilheyrir hinum kúgaða hóp Dalít-kvenna á Indlandi og hin frá sögu trans kvenna í Bandaríkjunum.
Gamalt og rótgróið stéttakerfi á Indlandi
Saga Indlands er afar flókin, segir leikstjóra- og framleiðanda tvíeyki Writing With Fire Rintu Thomas og Sushmit Gosh. Í yfir 3000 ár hefur samfélagslegt stigveldi sem kallað er kastakerfið skipt indversku samfélagi niður í fjóra aðgreinda hópa. Þrátt fyrir að kastakerfið sé opinberlega bannað með lögum er það ennþá við lýði víða á Indlandi. Þetta ósýnilega og bindandi stéttakerfi sem fólk fæðist inn í er samofið sjálfsmynd þess. Dalítar eru sá hluti indversks samfélags sem eru álitnir svo „skítugir“ og óæðri að þeir fá ekki einu sinni stað innan kastakerfisins. Fólkið sem tilheyrir þessum hópi sætir enn í dag grimmilegri kúgun og ofbeldi. Síðastliðin sex ár hefur Indland jafnframt farið frá því að vera land öflugs lýðræðis til hægri-sinnaðrar forræðishyggju.
Writing With Fire gerist í Uttar Pradesh, fjölmennasta ríki Indlands sem er þekkt fyrir alræmda spillingu, kúgun minnihlutahópa og ofbeldi gegn konum. Í myndinni fylgjumst við með eina indverska dagblaðinu sem rekið er af Dalítkonum en vopnaðar snjallsímum einum saman brjóta aðalfréttakonan Meera og blaðamenn hennar niður. Hefðir með fréttaflutningi sínum og endurskilgreina þannig hvað það þýðir að vera valdamikill innan geira þar sem karlmenn ríkja yfir öllu og sjálfstæðir og óritskoðaðir fjölmiðlar eru á undanhaldi.
Leikstjórahjón sem leggja áherslu á félagslegt réttlæti
Rintu Thoms og Sushmit Gosh verðlaunað leikstjóra- og framleiðandatvíeyki og hjón til 6 ára. Saman leggja þau áherslu á að skapa og framleiða kvikmyndir sem hafa vald til að knýja fram félagslegar breytingar. Árið 2009 stofnuðu þau framleiðslufyrirtækið Black Ticked Films sem leggur áherslu á sannsögulega (e. non fiction) frásagnarlist og félagslegt réttlæti. Writing With Fire er fyrsta heimildarmynd þeirra í fullri lengd og er tilnefnd til óskarsverðlauna. Hún hefur hlotið 17 alþjóðleg verðlaun, þar á meðal sjö verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina. Hún hlaut einnig tvö verðlaun á Sundance hátíðinni árið 2021. Árið 2012 hlutu Rintu og Sushmit forsetaverðlaunin, æðstu verðlaun kvikmyndagerðafólks í Indlandi. Myndir þeirra hafa jafnframt verið notaðar í kennslu um samfélagsleg áhrif í háskólum víða.
Trans fólk eigi að vera sögumenn í eigin sögum
„Birtingarmynd trans- og kynsegin samfélagsins hefur tekið verulegum breytingum á síðasta áratugnum“, segir Chase Joynt, leikstjóri Framing Agnes. Sem var heimsfrumsýnd á Sundance hátíðinni árið 2022 og hlaut tvenn verðlaun. Hann segir mynd sína sprottna af þeirri trú að trans fólk eigi sjálft að vera leiðtogar trans hreyfingarinnar og sögumenn sagna um trans fólk. Hinsegin fólk úr ýmsum áttum kemur að gerð myndarinnar. Í henni leikur til að mynda einvala lið trans leikara en þar á meðal eru Zackary Druvker, Angelica Ross, Jen Richards og Max Wolf Valerio.
Gildi ófullkominna sagna
Framing Agnes reynir á þolmörk heimildarmyndaformsins en myndin er leikin heimildarmynd. Myndin fjallar um brautryðjandan Agnesi sem var trans kona á sjötta áratugnum sem tók þátt í kynheilsurannsókn Harold Garfinkel í UCLA og leitaðist eftir kynleiðréttingaraðgerð. Lengi vel var saga hennar talin einstök eða þar til árið 2017 þegar áður óseð skjöl fundust inni í ryðguðum skjalaskáp. Í myndinni er því miðað að því að setja sögu Agnesar í nýtt samhengi, ekki sem einangrað tilvik heldur hluta af stærri og fleiri sögum. „Ófullkomnar sögur hafa ótrúlegt gildi. Þær hjálpa okkur bæði að viðurkenna hvar við erum núna og að ímynda okkur nýja möguleika fyrir framtíðina“, segir Joynt. Myndin varpar meðal annars ljósi á það hvernig fjölmiðlaumfjöllun um trans fólk hefur breyst í tímans rás og einnig hvernig „áhyggjuraddir hvers tímabils fyrir sig eru yfirfærðar á líkama þeirra sem eru hvað mest jaðarsettir án þeirra samþykkis.“ Til þess notar hann ýmsar mismunandi upptökuaðferðir, allt frá Super 8 til upptöku innblásna af spjallþáttum.
Gagnrýnið sjónarhorn á vald og sannleika
Viðtöl í spjallþáttum á fimmta áratugnum mörkuðu tímamót í sjónvarpssögu trans fólks. Sú saga er að mörgu leyti lituð vafasömum og jafnvel ofbeldisfullum ásetningi í garð trans fólks. Þrátt fyrir það er þetta einn af fáum vettvangi þar sem líf og saga trans fólks hefur verið vel skjalfest og að sögn handritshöfundar myndarinnar Morgan M Page, miðar Framing Agnes að því að sýna fram á þetta ásamt því að tengja þessa flóknu og ófullkomnu sögu við líf trans fólks í samtímanum. Á svipaðan hátt og Writing With Fire býður Framing Agnes þannig upp á gagnrýnið sjónarhorn á vald og sannleika en markmið beggja mynda er að víkka ramman sem sögur þessa tveggja samfélagshópa eru sagðar í gegnum. Það er því ljóst að áhorfendur eiga hugvíkkandi stundir í vændum á Stockfish í ár.