Sprettfiskur 2025
Sprettfiskur er haldinn í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og aðgengilegar í spilara RÚV.
Þakkir til okkar helstu styrktaraðila!
ÞÁTTÖKUSKILYRÐI
- Myndin þarf að vera hámark 30 mín í lengd. Framleiðslu ekki lokið fyrir janúar 2024 og íslensk frumsýning nú á Stockfish 2025.
- Aðeins íslensk verk eru tekin til greina þar sem höfundur/leikstjóri og/eða framleiðandi er íslenskur.
- Tónlistarmyndbönd koma aðeins til greina ef leikstjórinn er íslenskur.
- Tónlistarmyndbönd skulu gerð eftir frumsömdu lagi.
- Innsendingar eru ókeypis og fara í gegnum filmfreeway.com.
- 20 stuttmyndir sem valdar verða til keppni verða sýndar á sjálfri hátíðinni.
DÓMNEFND 2024
Við þökkum öllu því frábæra fólki sem skipaði dómnefndir Sprettfisks 2024 en þess má geta að allir dómarar búa yfir yfirgripsmikilli reynslu úr faginu hér heima og erlendis og er framlag þeirra okkur ómetanlegt.
Skáldverk: Silja Hauksdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson & María Reyndal
Heimildaverk: Jörundur Ragnarsson, Daiga Livcane & Helga Rakel Rafnsdóttir
Tilraunaverk: Helena Jónsdóttir, Thomas Brennan & Gústav Geir Bollason
Tónlistarverk: Ninna Pálmadóttir, Vytautas Dambrauskas & Katrín Björgvinsdóttir
LEIKNAR MYNDIR 2024
fár
Leikstjóri: Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Framleiðandi: Rúnar Ingi Einarsson, Sara Nassim
Um verkið: Einstaklingur tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna.
Lengd: 5,13 mín
ROUTE 7
Leikstjóri: Óskar Þorri Hörpuson
Framleiðandi: Óskar Þorri Hörpuson, Jón Axel Matthíasson, Birkir Kristinsson
Um verkið: Þeldökkur maður mætir fordómum í strætó, en dagur hans tekur jákvæða stefnu þegar grunnskólastúlka gefur sig á tal við hann.
Lengd: 11,07 mín
High tide
Leikstjóri: Arina Vala Thordardottir
Framleiðandi: Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Jessica Li, Meagan Solano
Um verkið: Þegar dularfull kona ætlar sér að taka leigubíl út í fjöru um miðja vetrarnótt fer bílstjóra hennar að gruna að hún ætli að ganga í sjóinn.
Lengd: 9,16 mín
EIN
Leikstjóri: Þura Stína Kristleifsdóttir
Framleiðandi: SURA productions, Þura Stína Kristleifsdóttir
Um verkið: EIN skoðar sjálfsrýni, hamingju og samfélagslegar væntingar í gegnum augu konu sem efast um þær ákvarðanir sem að hún hefur tekið á lífsleiðinni.
Lengd: 15,14 mín
Sturtur
Leikstjóri: Logi Sigursveinsson
Framleiðandi: Gunnbjörn Gunnarsson, Bianca Radoslav, Markús Loki Gunnarsson, Konráð Kárason Þormar
Um verkið: Sonur er sóttur af föður sínum í fangelsi. Bíltúrinn aftur í bæinn varpar ljósi á samband þeirra og þegar þeir reyna að tengjast á ný er ekki allt sem sýnist.
Lengd: 17,48 mín
Heimildaverk 2024
HAFEY
Leikstjóri: Hanna Hulda Hafthorsdottir
Framleiðandi: Hanna Hulda Hafthorsdottir
Um verkið: Hafey fékk heilablóðfall 13 ára. Þegar hún vaknaði úr dái upplifði hún sjálfa sig og heiminn öðruvísi og byrjaði að dansa til að ná bata.
Lengd: 15,04 mín
SAM KENNDAR SKÁPAR
Leikstjóri: Rakel Jónsdóttir
Framleiðandi: Rakel Jónsdóttir
Um verkið: Frískápar eru deili- ísskápar þar sem hver sem er getur skilið eftir og sótt sér mat, með það að markmiði að draga úr matarsóun.
Lengd: 8,18 mín
NÝTT LÍF
Leikstjóri: Andri Freyr Gilbertsson
Framleiðandi: Andri Freyr Gilbertsson
Um verkið: Guðrún Tinna fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm og greindist síðar á ævinni með hvítblæði. Læknar vildu senda hana í beinmergsskipti en erfitt getur verið að finna stofnfrumugjafa.
Lengd: 18,09 mín
fjallasaga
Leikstjóri: Edda Sól Jakobsdóttir
Framleiðandi: Edda Sól Jakobsdóttir
Um verkið: Fjallasaga kannar samband staðar og fólks og skoðar fegurð, fortíð og umbreytingu náttúruperlunnar Kerlingafjalla í gegnum hjartahlýtt samband Edda og afabarns hans, Eddu.
Lengd: 15,05 mín
misplaced
Leikstjóri: Michelle Pröstler
Framleiðandi: Haggai Birnir Moshesson
Um verkið: Öll göngum við í gegnum ólík tímabil í lífinu. En hversu oft upplifir maður sig vera á réttum stað? Hversu oft líður manni ekki algjörlega utangátta?
Lengd: 18,03 mín
tilraunaverk 2024
ef ég dey fer ég heim?
Leikstjóri: Peter Thor
Framleiðandi: Þorgeir P. Á. Sigurðsson
Um verkið: Súrrealísk nálgun á áfallastreituröskun, æsku harmleik og hvernig það mótar hugarástand og sjálfsálit manns. Hvernig getum við sofið þegar heimilið okkar brennur?
Lengd: 8,50 mín
soulmates
Leikstjóri: Alda Ægisdóttir
Framleiðandi: Alda Ægisdóttir
Um verkið: Í heim útsaumaðra blóma og skordýra, eru tveir elskhugar aðskildir af yfirnáttúrulegum öflum.
Lengd: 9,51 mín
svona er þetta bara
Leikstjóri: Björk Magnúsdóttir, Askur Benedikt Árnason Nielsen
Framleiðandi: Björk Magnúsdóttir
Um verkið: „Svona er þetta bara“ færir ljóð Bjarkar Magnúsdóttur, leikstjóra, í mynd þar sem er fjallað um óraunveruleikatilfinningar og aftengingu frá umheiminum.
Lengd: 2,30 mín
flökkusinfónía
Leikstjóri: Gjörningaklúbburinn, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir
Framleiðandur: Hanna Björk Valsdóttir, Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir
Um verkið: Abstrakt ferðalag þvert á tungumál þar sem flökkutaugin, samkenndartaug líkamans er virkjuð og ýtt undir einstaklingsbundna og um leið hnattræna samkennd í sífellt misskiptari heimi.
Lengd: 25,49 mín
fragments of the attempt
Leikstjóri: Steiní Kristinsson
Framleiðandi: Steiní Kristinsson
Um verkið: Sena úr ókláraðri mynd frá skálduðu landi þar sem veiðimaður og dóttir hennar dragast að undarlegu hljóði í skóginum.
Lengd: 5,45 mín
tónlistarmyndbönd 2024
„yfir skýin“ – lúpína
Leikstjóri: Hanna Hulda Hafþórsdóttir
Framleiðandi: Nína Sólveig Andersen
Um verkið: Tónlistarmyndband fyrir söngkonuna og tónskáldið, Lúpínu sem kannar hvernig gömul áföll geta skotið upp kollinum sé ekki unnið úr þeim.
Lengd: 3,37 mín
„Solarr“ – talos
Leikstjóri: Máni M. Sigfusson
Framleiðandi: Máni M. Sigfusson
Um verkið: Myndbandið er innblásið af texta lagsins, einna helst upphafslínunum ,,Þegar ég var settur saman. ,Á viðarhafinu þínu”.
Lengd: 4,00 mín
„problems“ – Flesh machine
Leikstjóri: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
Framleiðandi: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
Um verkið: Mr. Flesh er með þá náðargáfu að geta skotið grúví tónum úr fingrunum. En neyðist til að vera í hönskum til að vernda nærstaddda.
Lengd: 2,37 mín
„spiritus naturae aeternus“ – dustin o’halloran
Leikstjóri: Markus Englmair
Framleiðandi: Erlendur Sveinsson, Kári Úlfsson
Um verkið: Ferðalag frá náttúru Íslands til heims úr steypu og stáli. Undir tilfinningaþrunginni tónlist túlkar dans Fukiko Takase baráttu lífsins fyrir vexti, endurnýjun og hnignun.
Lengd: 5,58 mín
„holdgervingur lauslætis + imagine a woman“
Leikstjóri: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja Vignisdóttir
Framleiðandi: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja Vignisdóttir
Um verkið: Feminísk saga þar sem unnið er með hugmyndir um aðskilnað líkama og sálar, sérstaklega kvenna þar sem líkamar þeirra virðast oft vega meira en vit og gáfur.
Lengd: 5,45 mín