





Sprettfiskur 2025
Sprettfiskur er haldinn í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og aðgengilegar í spilara RÚV.
Hér getur þú náð þér í miða á Sprettfisk I: Heimildarmyndir & tónlistarmyndbönd
Hér getur þú náð þér í miða á Sprettfisk II: Leiknar myndir
Hér getur þú náð þér í miða á Sprettfisk III: Tilraunamyndir



Þakkir til okkar helstu styrktaraðila!
VERÐLAUN
Rúv sýnir myndirnar og veitir peningaverðlaun ásamt Kukl fyrir eftirfarandi:
Leikið efni kr. 700.000 FRÁ RÚV
1.000.000 inneign í tækjaleigu kukl
Heimildaverk kr. 600.000
500.000 í inneign í tækjaleigu kukl
Tilraunaverk kr. 300.000
250.000 í inneign í tækjaleigu kukl
TÓNLISTARMYNDBAND
250.000 inneign í tækjaleigu kukl
DÓMNEFND 2025
Við þökkum öllu því frábæra fólki sem skipaði dómnefndir Sprettfisks 2025 en þess má geta að allir dómarar búa yfir yfirgripsmikilli reynslu úr faginu hér heima og erlendis og er framlag þeirra okkur ómetanlegt.
Skáldverk: Gagga Jónsdóttir, Ísold Uggadóttir & Erlingur Óttar Thoroddsen
Heimildaverk: Rut Sigurðardóttir, Smári Gunn & Anna Dís Ólafsdóttir
Tilraunaverk: Ragnheiður Gestsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Sighvatur Ómar Kristinsson
Tónlistarverk: Barði Jóhannsson, Kolfinna Nikulásardóttir, Ása Dýradóttir
LEIKNAR MYNDIR 2025

Rísandi
Leikstjóri: Samúel Lúkas
Framleiðandi: Samúel Lúkas og Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Lengd: 17:06
Um verkið: Adam, ungur og upprennandi leikari, finnur ógnandi miða á bílnum sínum sem setur allt á annan endann rétt fyrir mikilvæga áheyrnaprufu og stórt sjónvarpsviðtal.

RÉTTSTAÐA
Leikstjóri: Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Framleiðandi: Jóna Gréta Hilmarsdóttir og Kárason Þormar
Lengd: 11:09
Um verkið: Dagur, ungur bílasali, á erfitt með að uppfylla hugmyndir samfélagsins um karlmennsku. Þegar hættulegur maður ógnar Brynju, kærustu hans, frýs hann af ótta og skömm. Til að bjarga stolti sínu lýgur hann að vinnufélögum sínum og segist hafa varið hana hetjulega.

MERKI
Leikstjóri: Rúnar Ingi Einarsson
Framleiðandi: Ingimar Guðbjartsson
Lengd Length: 13:30
Um verkið: Við inntökupróf í leiklistarskóla þarf Anna að takast á við tilfinningalega ringulreið úr fortíðinni – eða eiga á hættu að glata æskudraumi sínum.

Í takt
Leikstjóri: Hanna Hulda Hafþórsdóttir
Framleiðandi: Hanna Hulda Hafþórsdóttir
Lengd: 11:23
Um verkið: Kara og Jenný hafa verið bestu vinkonur síðan í leikskóla en allt í einu er Jenný farin að hanga með öðrum krökkum í skólanum. Kara ákveður því að reyna að passa inn í hópinn en mistekst eftir niðurlægjandi atvik. Næsta dag er danskeppni sem hefur áhrif á framhaldið.

Ramminn
Leikstjóri: Óskar Þór Ámundason
Framleiðandi: Kolbeinn Gauti Friðriksson og Óskar Þór Ámundason
Lengd: 16:39
Um verkið: Móðir Evu og Halldórs hefur hætt að tjá sig síðan hún veiktist. Síðan þá hefur Eva annast hana með aðstoð hjúkrunarfræðingsins Védísar en eftir að Halldór kemur í heimsókn til þeirra mæðgna verður röskun á heimilishaldinu með ófyrirséðum afleiðingum
Heimildaverk 2025

Húsið í Dnipro
Leikstjóri: Steiní Kristinsson, Alfreð Hrafn Magnússon
Framleiðandi: Steiní Kristinsson
Lengd: 6:50
Um verkið: Maður frá Úkraínu rifjar upp tímann þegar hann upplifir innrásina árið 2022 og endurreisnar ferð sína á íslandi.

Bókin
Leikstjóri: Flóki Larsen
Framleiðandi: Flóki Larsen
Lengd: 9:41
Um verkið: Flóki Larsen er bóksali og bókavörður í Reykjavík. Hann nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og er nú í meistaranámi í menningarmiðlun við sama skóla. „Bókin“ er hans fyrsta stuttmynd.

Portret af Orra Finn
Leikstjóri: Ýr Þrastardóttir
Framleiðandi: Ýr Þrastardóttir
Lengd: 7:50
Um verkið:
Innsýn inn í líf pars sem vinnur saman við að skapa það sem þau elska. Þau búa til skartgripi og reka búð saman á Skólavörðustíg. Við kynnumst hvernig þetta byrjaði og hvernig þau skipta eða deila þeim verkum sem þarf að vinna.

Then I Became a Comedian
Leikstjóri: Egill Atlason
Framleiðandi: Egill Atlason
Lengd: 16:16
Um verkið: Það var alltaf draumur Arnórs Daða að verða grínisti. En þann draum var erfitt að réttlæta. Arnór sagði því öllum í sínum heimabæ að hann ætlaði að flytja til Reykjavíkur til að verða kvikmyndagerðarmaður, en í raun flutti hann til að verða grínisti.

Ég er bara Elma
Leikstjóri: Elma Dís Davíðsdóttir
Framleiðandi: Elma Dís Davíðsdóttir
Lengd: 14:44 mín
Um verkið: Ég gef ykkur innsýn inn í líf mitt þegar ég fór í aðgerð sem ég var búin að bíða eftir mjög lengi.
tilraunaverk 2025

Sara
Leikstjóri: Steiní Kristinsson
Framleiðandi: Steiní Kristinsson
Lengd: 9:33
Um verkið:
Þegar fjölskylduhundurinn deyr grafa feðgar gjöf hundsins og þurfa að horfast í augu við sorgina, ástina og þeirra tengsl.

Genesis
Leikstjóri: Alda Ægisdottir
Framleiðandi: Alda Ægisdottir
Lengd: 5:10
Um verkið: Saga af kraftaverkafæðingu.

Éttu mig
Leikstjóri: Pétur Þór
Framleiðandi: Kristný Eiríksdóttir
Lengd: 8:33
Um verkið: Sjálfhverfur maður, í mikilli sjálfsvorkunn, kallar eftir andlegri aðstoð í afmæli sínu.

Nauðr
Leikstjóri: Connor Ryan
Framleiðandi: Kristmundur E. Baldvinsson
Lengd: 25:17
Um verkið: Sjómaður rekur á land, en af dularfullum ástæðum hefur hann misst málið.

Godspeed
Leikstjóri: Klāvs Liepiņš
Framleiðandi: Klāvs Liepiņš
Lengd: 10 mín
Um verkið: Stuttmyndin Godspeed er innhverf og ljóðræn könnun á minningum, ást og sátt. Myndin segir frá tveimur mönnum sem mætast í niðurníddu landslagi síð-sovésks tíma. Hugleiðing um brothætt eðli sambanda og fegurðina í því að sleppa tökunum.
tónlistarmyndbönd 2025

„1000 orð“ / „Fyrsti Dagur Endans“ – Bríet and Birnir
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Kári Úlfsson
Lengd: 10:47

„Settle Down“ – Atli
Leikstjórar: Ólafur Göran Ólafsson Gros, Atli Dagur Stefánsson
Framleiðandi: Ólafur Göran Ólafsson Gros, Atli Dagur Stefánsson
Lengd: 4 mín

„Lovesong“ – Jelena Ćirić
Leikstjóri: Sigurlaug Gísladóttir
Framleiðandi: Sigurlaug Gísladóttir
Lengd: 2:08

„Midnight Sky“ – Kári Egils
Leikstjóri: Didda Flygenring
Framleiðandi: Didda Flygenring
Lengd: 4 mín

„Myndi Falla“ – Úlfur Úlfur
Leikstjóri: Magnús Leifsson
Framleiðandi: Magnús Leifsson
Lengd: 4:02