Takk fyrir komuna! Sjáumst á Stockfish 2023

Við þökkum fyrir frábæra mætingu í ár á Stockfish og einstaka stemningu bæði í Bíó Paradís á nýrri og stærri Sprettfisk og Bransadögum á Selfossi þar sem fólk úr bransanum kom saman og mörg skemmtileg vináttubönd urðu til. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá hátíðinni og hlökkum við til að sjá ykkur á Stockfish Film Festival 2023 í mars á næsta ári.