Veðurskeytin – Opnunarmynd Stockfish

by

Verðurskeytin í leikstjórn Bergs Bernburg er opnunarmynd Kvikmynda- og bransahátíðarinnar Stockfish 2025 en um er að ræða Íslandsfrumsýningu myndarinnar. Veðurskeytin er leikin heimildarmynd sem fjallar um stormasöm tímamót í lífi ástríðufulls fræðimanns; dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Doktor í miðaldafræðum frá Cambridge háskóla, sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði, þarf skyndilega að endurskoða líf sitt þegar hann er greindur með geðhvarfasýki. Hann þarf annað hvort að takast á við andleg veikindi sín á hefðbundinn hátt eða finna nýja leið til að lifa með nýjum áskorunum á eigin forsendum, með þeim veðrabrigðum sem vænta má.

Handrit myndarinnar skrifar Bergur Bernburg ásamt Jóni Atla Jónassyni.
Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson, Magnús Árni Skúlason, Margrét Jónasdóttir og Bergur Bernburg.
Leikarar: Marteinn Helgi Sigurðsson, Kristján Ingimarsson og Kurt Ravn
Tónlist: Kjartan Dagur Holm og Sindri Már Sigfússon

Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á að greiða það sem það hefur tök á að greiða ef áhugi er á að styrkja hátíðina.

Tryggðu þér miða á www.tix.is.