10 ÁRA AFMÆLI STOCKFISH KVIKMYNDAHÁTÍÐARINNAR

“An industry and film realm for all.”

Við erum ákaflega stolt og spennt fyrir þessum stóra áfanga í sögu hátíðarinnar!

Undanfarinn áratug höfum við fengið að njóta þess að sjá ótrúlegar sögur, stórkostlegt hæfileikafólk og kvikmyndalist sem hefur sett eftirminnilegt mark á hjörtu okkar og skjái.

Við bjóðum upp á nýja og spennandi viðburði á hátíðinni sem haldin verður þann 4. – 14. apríl, 2024.

Kíktu á okkur á samfélagsmiðlum og vefsíðu okkar til þess að fylgjast með tilkynningum og viðburðum og ekki gleyma að merkja við inn í dagatalið þitt!

10 ára afmæli STOCKFISH FIF verður samsafn ógleymanlegra upplifana, kvikmynda, lista og eins og alltaf frábært tækifæri til þess að mynda tengsl.

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir óbilandi stuðning í gegnum árin. Við getum ekki beðið eftir að halda upp á þennan áfanga með ykkur og halda áfram að njóta kvikmyndalistarinnar saman.

Sjáumst á 10 ára afmæli Stockfish FIF!