The Human Hibernation er vísindaskáldskapur sem fjallar um mannlega hegðun á dýrslegan hátt. Myndin hefst á því að Erin vaknar af vetrardvala of snemma og hverfur. Clara, eldri systir hennar, heldur af stað í leit að svörum. Um leið þarf hún að horfast í augu við reglur samfélagsins sem hún býr í, samfélags sem leggst í vetrardvala yfir köldustu mánuði ársins. Kvikmyndin veltir vöngum yfir mannskepnunni, þversagnir hennar og dýrslegt eðli.
Myndin vann FIPRESCI verðlaunin á Berlinale 2024.
Myndin var tilnefnd til GWFF verðlaunanna fyrir Besta Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd á Berlinale 2024.