Kynningin fer fram í Norræna húsinu. Henni lýkur svo á því Hrefna Sigurðardóttir, sýningarstjóri, kynnir sýninguna Wasteland Iceland en á sýningunni er settar fram hugmyndir og tillögur að sjálfbærum og grænum lausnum á vinnslu hráefnis sem annars væri urðað eða sent í orkufreka endurvinnslu.
The Green Producers Club
Green Producers Club er þekkingarmiðstöð fyrir skapandi greinar. Hlutverk þess er að auðvelda samskipti og miðla reynslu og þekkingu til notenda tóla félagsins, Green Producers Tool.
Stefna félagsins er að draga úr kolefnislosun innan skapandi greina í samræmi við Parísarsáttmálan. Markmiðið er að Green Producers Tool hjálpi framleiðendum og auki meðvitund þeirra um sjálfbærni staðla innan menningar- og kvikmyndaiðnaðarins. Félagið rekur skrifstofur í Osló og Kaupmannahöfn og í vor er stefnt á að opna skrifstofu á Íslandi en til stendur að opna fleiri skrifstofur á Norðurlöndum á komandi árum. Liðsmenn á öllum skrifstofum hittast reglulega og bera saman bækur sínar.
Green Producers Tool
Green Producers Tool er byggt á rannsóknum. Það reiknar út hvað framleiðsla losar af koltvíoxíð og hjálpar til við að draga úr þess. Allar rannsóknir eru gerðar af Cicero – Miðstöð alþjóðlegra loftslagsrannsókna (Center for International Climate Research).
Green Producers Tool er hægt að aðlaga að mörgum mismunandi geirum menningar eins og kvikmyndum og sjónvarpi, hátíðum, viðburðum, íþróttum og sviðslistum.
Þá er Green Producers Club í samvinnu við listasýningar og söfn. Helstu samstarfsaðilar verkefnisins eru: Cicero, Øya hátíðin, Nordisk Film Production NO/DK/SE, dönsku tónlistarhátíðirnar Tinderbox og NorthSide, Iceland Airwaves, Norræna hús Íslands og Færeyja, All Things Content (FI), Þjóðminjasafn Noregs og Skíðasamband Noregs.
Kvikmyndamiðstöð Íslands
Anna María Karlsdóttir
USE SEE
Heather Millard, framleiðandi
Karólína Stefánsdóttir, framleiðandi
Sigríður Rósa Bjarnadóttir, sjálfbær stjórnandi
The Green Producers Club
Brita Holt Vistnes, verkefnastjóri
Mads Astrup Rønning, stofnandi GPC og einn af hönnuðum Green Producers Tool