Goodbye Julia

Mona, fyrrum söngkona föst í erfiðu hjónabandi, er þjökuð af sektarkennd eftir að hafa hylmt yfir morð og reynir að bæta upp fyrir það með því að taka á móti Juliu og Daniel, ekkju og syni hins látna, inn á heimilið. Þegar Mona getur ekki viðurkennt afbrotin sín við Juliu ákveður hún að skilja fortíðina sína eftir og einbeita sér að núinu. Hins vegar áttar hún sig ekki á því að umrót heimaríkisins á eftir að finna leið inn á heimilið hennar og neyða hana til að takast á við syndir sínar.

Tilnefnd til þrennra verðlauna á Cannes kvikmyndahátíð 2023, Un Certain Regard verðlaunin, Golden Camera og Un Certain Regard Friðarverðlaunin. Myndin hlaut prix de la Liberté á Cannes.

 

Myndin hlaut verðlaun fyrir besta byrjendaverk leikstjóra á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago 2023.

Sýningartímar

  • 6. apríl 17:00
  • 9. apríl 19:15
  • 11. apríl 21:30
Leikstjóri:
Mohamed Kordofani
Lengd:
120 mín
Ár:
2023
Tungumál:
Arabíska