





Borgarkort 2025
Langar þér í eitthvað gott að borða? Eða góðan bjór? Kokteil? Eða allavega nýta þér góðan afslátt? Þetta kort sýnir þér alla þá sem styðja við hátíðina og bjóða gestum okkar sérstakan afslátt á meðan hátíð stendur. Handhafar hátíðar- og klippikorts geta farið flug yfir Ísland og notið bæði matar og drykkjar á góðum afslætti víðsvegar um bæinn.
Langar þig að sjá vídeólistaverkin sem Helena Jónsdóttir hjá Physical Cinema er búin að koma fyrir víðsvegar um miðbæinn? Það er lítið mál því við höfum gert kort yfir allt sem hægt er að sjá og skoða. Upplýsingar fylgja bæði hvar og hvenær verkin verða sýnileg. Hér verður líka hægt að skoða hvenær og hvar sérstakir viðburðir verða. Þetta nýja skemmtilega Stockfish prógram: New Narratives hefur upp á að bjóða bæði hljóð og vídeóverk sem og dansverk og kvikmyndir.
Staðirnir á þessu korti tengjast bókinni ICELAND ON FILM eftir Wendy Mitchell. Þótt bókin fari víða um völl á landinu öllu þá beinum við sjónum okkur einungis að stöðum á höfuðborgarsvæðinu á þessu korti. Hér getur þú séð og lesið um nokkra staði sem notaðir voru sem bakgrunnur í frægum kvikmyndum.