Það er nýjung þetta árið að að Stockfish býður upp á dagskrá sem nefnist „Bransi í brennidepli“ en sá liður verður árlegur hér eftir. Þetta árið er það Slóvakía sem verður í brennidepli og í tilefni þess mun sendinefnd þaðan, skipuð kvikmyndagerðarfólki og fulltrúum sjóða, sækja hátíðina heim.
Einnig verður boðið upp á hliðardagskrá með sérsýningum á slóvakískum kvikmyndum sem unnin í samstarfi við Kino Usmev, Bíó Paradís og Slóvakísku kvikmyndastofnunina. Viðburðurinn verður tekinn upp og honum streymt beint frá Norræna húsinu. Á Slóvakíu-deginum verður boðið upp á tvenns konar dagskrá.
SAMFRAMLEIÐSLA MEÐ SLÓVAKÍU
Peter Badac framkvæmdastjóri Slóvakíska Hljóð- og myndmiðlunarsjóðsins fer með erindi.
“One of my priorities as the director of the Slovak Audiovisual Fund is to support international cooperation because, as a small country, we can hugely benefit from best practices in other countries.”
Peter Badač
Director, Slovak Audiovisual Fund.
Slóvakíska kvikmyndastofnunin (Slovenský filmový ústav, SFU) er eina innlenda stofnunin sem starfar undir menningarmálaráðuneyti Slóvakíu. Undir hatti SFU er kvikmyndasafn Slóvakíu sem og kvikmyndamiðstöðin. Kvikmyndamiðstöðin stendur fyrir kynningum á slóvakískum kvikmyndum heima fyrir og erlendis, skipuleggur kvikmyndasýningar, veitir upplýsingar um slóvakíska kvikmyndir og rekur kynningar og útgáfu miðstöð (tímarit, bækur, dvd og annað kynningarefni).
Eftir kynninguna verða Opnar umræður með Slóvakísku framleiðendunum Katarína Tomková og Peter Veverka.