Meistaranámskeið Helle Hansen – Hvernig býr maður til heimildarmynd?

Á námskeiðinu verður notað dæmi um norrænt kvikmyndaverkefni til að fara yfir þær áskoranir sem fylgja því að samþætta ólíka sýn þeirra sem koma að gerð heimildarmynda. Þá verður farið yfir hvernig kvikmyndargerðarmenn geta stuðlað að sátt meðal hagsmunaaðila án þess að upprunalega sagan líði fyrir. Kvikmyndagerðarkonan og blaðamaðurinn Helle Hansen stýrir námskeiðinu en hún hefur gert fjölda heimildarmynda ásamt því að starfa fyrir dönsku og norsku kvikmyndamiðstöðvarnar og danska ríkissjónvarpið.

Dagssetning

Miðvikudagurinn 10. apríl

Staðssetning

Bíó Paradís

Tími

11:00