Pallborðsumræður: Nordfilm Network um kvikmyndamenntun

Kvikmyndamenntun hlúir að nýsköpun og stuðlar að framþróun kvikmyndaiðnaðarins og greina innan hans. Auk þess eykur kvikmyndalæsi skilning á ólíkum menningarheimum og styrkir gagnrýna hugsun. Nordfilm eru samtök 11 kvikmyndaskóla á Norðurlöndum og Eystrasalti sem hafa það að markmiði að deila þekkingu og liðka fyrir samstarfi og skiptinámi milli skólanna. 

Date

Miðvikudagurinn 10. apríl

Staðssetning

Norræna húsið

Tími

16:30

Fulltrúar skólanna munu í pallborðinu ræða stöðu kvikmyndagerðar í heimalandi sínu og á heimsvísu, og hvernig samstarf eykur tækifæri nemenda.

Skólarnir ellefu innan Nordfilm eru:

Listaháskóli Íslands (IS), Den Danske Filmskole (DK), Den Norske Filmskolen (NO), Stockholms konstnärliga högskola (SE), Lietuvos Muzikos Ir Teatro Akademija (LT), Latvijas Kulturas akademija (LV), Baltic Film, Media and Arts School (EE), Metropolia Ammattikorkeakoulu (FI), Dalarna Audiovisual Academy (SE), Viljandi kultuuriakadeemia (EE) og VIA University College (DK).