Pallborðsumræður: Kvikmyndastefnan 2020-2030

Kvikmyndastefna yfirvalda til tíu ára var kynnt haustið 2020.  Fjögur markmið voru skilgreind og undir  þeim tíu aðgerðir sem var ætlað að efla kvikmyndaiðnaðinn, auka menntun, bæta fjármögnun og tryggja samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðagrundvelli. En hvað hefur áunnist á þessum rúmu þremur árum, og hvað má betur fara? Fulltrúar stjórnvalda og helstu hagsmunaaðila munu á þessum viðburði fara yfir stöðuna í dag, og hvað þarf að gera til að ná fyrrgreindum markmiðum.

Dagssetning

Föstudagurinn 12. apríl

Staðssetning

Sykursalur - Bjargargata 1 102, 102 reykjavík

Tími

11

Film in Iceland

Verkefni Film in Iceland er að kynna kynna Ísland sem vænlegan tökustað, 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni. Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað og verkefnin hafa skilað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú.

 

Record in Iceland

Record in Iceland er kynningarstarfsemi rekið af Iceland Music, sem sér um útflutning á íslenskri tónlist, í samræmi við Business Iceland, utanríkisþjónustuna og Reykjavík Music City. Verkefnið er fjármagnað af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 

 

Massif

Massif er nýstárlegur vettvangur í tökustaðaleit og vali á tökustöðum, sem hannaður er fyrir kvikmyndaframleiðendur, ljósmyndara og aðra fagmenn í skapandi greinum. Steinarr Logi og Kidda Rokk Þórisdóttir eru stofnendur kerfisins sem hannað er til að auðvelda viðskiptavinum að finna réttu tökustaðina fyrir verkefni sín sem og aðrar gagnlegar upplýsingar varðandi staðina.