Lynne Ramsay Open Talk

HEIÐURSGESTUR STOCKFISH 2024 ER LYNNE RAMSAY Lynne Ramsay er skoskur leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og kvikmyndatökukona. Hún var gestur Stockfish árið 1997 þegar hátíðin bar nafnið Kvikmyndahátíð Reykjavíkur (Reykjavík Film Festival). Kvikmyndir hennar kafa djúpt í líf barna og ungs fólks og eru þemu eins og sorg, sektarkennd, dauði og eftirleikur hans eru áberandi í hennar verkum. Lítið er um samtöl eða frásagnir í myndunum en í staðinn er lögð áhersla á sjónræna framsetningu, tónlist og hljóðheim til að skapa söguna. Lynne hefur verið tilnefnd til BAFTA verðlauna og British Independent Film verðlaunanna fyrir leikstjórn og hlotið Writer’s Guild of Great Britain verðlaunin fyrir handrit auk annarra verðlauna. Stockfish mun sýna þrjár myndir eftir Lynne til heiðurs hennar og mun hún einnig vera með Opið spjall á hátíðinni þar sem áhorfendur eru hvattir til að spyrja spurninga. Ekki missa af!

Dagssetning

Föstudagurinn 12. apríl

Staðssetning

Bíó Paradís

Tími

19:00