Sprettfiskur I

Markmið Sprettfisks er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum tækjabúnaði fyrir næsta verkefni.

Sprettfiskur tók breytingum á síðasta ári þegar skilyrði um Íslandsfrumsýningu var aflétt og allar myndir sem voru opinberlega frumsýndar á árinu áður (2019) og síðar tekið þátt. Við þetta jókst innsendingar fjöldi til muna og voru hátt í 40 myndir sendar inn í fyrra. Yfir 50 myndir voru sendar inn nú í ár, frumsýndar 2020 eða síðar. 

Það er greinilega mikið af upprennandi hæfileikafólki sem Ísland elur og var því tekin ákvörðun um að bregðast við og hækka keppenda fjölda í Sprettfisk upp í 12 myndir.

Með því vill Sprettfiskur kynna til leiks fleira efnilegt kvikmyndagerðarfólk sem er það sem Sprettfiskurinn snýst um. 

 

12 myndir keppa í Sprettfisk í ár. Eftirtaldar 6 myndir eru sýndar í Sprettfisk I:

 

Animalia – Leikstjóri – Rúnar Ingi

Dalía – Leikstjóri – Brúsi Ólason

Eldhús eftir máli – Leikstjórar – Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Jökull – Leikstjóri – Axel Frans Gústavsson 

Milli tungls og jarðar – Leikstjórar – Anna Karín Lárusdóttir & Hekla Egils

Þetta ætti að batna? – Leikstjóri – Alex Snær Welker Pétursson

Kaupa Miða

Tegund: Shortsfilms

Leikstjóri:

Ár: 2020

Lengd: 97

Land: Iceland