Sprettfiskur 2022 – Keppnismyndir!
Markmið Stockfish Film Festival er að vekja athygli á hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.
Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl að verðmæti allt að tveimur milljónum kr. Einnig verður sérstök Stockfish Film Festival verðlaunasýning hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndir verða sýndar, bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12 mánuði.
Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk þetta árið með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hóp kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka. Sprettfiskur er því nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin.
Það er greinilega mikið af hæfileikafólki sem Ísland elur en það voru hátt í 100 verk send inn í keppnina sem er metfjöldi!
Í dómnefnd 2022 sitja:
Heimildaverk – Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Tilraunaverk – Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir
Tónlistaverk – Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir
Skáldverk – David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon
Eftirtaldar 20 myndir keppa í Sprettfisk 2022:
Brávallagata 12 – Leikstjóri – Birna Ketilsdóttir Schram
Heimildarverk
Flight of the Puffin – Leikstjóri – Rakel Dawn Hanson
From Pasture Into Hands – Leikstjóri – Thurý Bára Birgisdóttir
Grand Hótel Nýlundabúðin Puffin Hótel – Leikstjóri – Elín Elísabet Einarsdóttir, Rán Flygenring
Step – Leikstjóri – Guðný Lind Þorsteinsdóttir
CHRYSALIS – Leikstjóri – Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir
Tilraunaverk
Corpus – Leikstjóri – Klāvs Liepiņš
Scene From a White Wedding – Leikstjóri – Birna Ketilsdóttir Schram
Var – Leikstjóri – Anna María Richardsdóttir, Áki Frostason
Worth – Leikstjóri – Helga Katrínardóttir
Skáldverk
Days Without – Leikstjóri – Ívar Erik Yeoman
Free Men – Leikstjóri – Óskar Kristinn Vignisson
HEX – Leikstjóri – Katrín Helga Andrésdóttir
Lúser – Leikstjóri – Nikulás Tumi Hlynsson
Hreiður – Leikstjóri – Hlynur Pálmason
Tónlistaverk
Birnir – Spurningar (feat.Páll Óskar) – Leikstjóri – Magnús Leifsson
Ég er bara að ljúga er það ekki? – Leikstjóri – Annalísa Hermannsdóttir
Rottur – Leikstjóri – Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
Sin Fang – Soy Un Animal – Leikstjóri – Magnús Leifsson
Vesturbæjar Beach – Leikstjóri – Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju!