Bransadagar á Selfossi 25. – 27. mars

Við sláum nýjan tón í Bransadaga Stockfish, eftir tvö mögur Covid ár. Í þetta sinn höldum við út úr bænum, nánar tiltekið á Selfoss, þar sem við munum hreiðra um okkur í gamla Landsbankahúsinu helgina 25. – 27. mars. Einstakt tilboð á gistinóttum hjá Hótel South Coast mun bjóðast þeim sem hug hafa á að fá sem mest út úr helginni. Viðburðir, tengslamyndun og upplifun í nýja miðbænum á Selfossi.

Í þessu glæsta húsi opnar, nú í mars, nýtt vinnurými í anda Kjarvalstofu. Þar bjóðum við upp á spjallborð, ræður, tengslamyndun, drykki og gleði. Þess utan fá allir gestir armband og geta nýtt sér afslætti á (völdum) nærliggjandi stöðum og notið samvistar og fundahalda með öðrum gestum okkar. 

Bransadagar Stockfish
VERK Í VINNSLU

Verk í Vinnslu hefur verið árlegur hluti Bransadaga frá upphafi Stockfish. Þar gefst kvikmyndargerðarfólki tækifæri til að kynna þau verk sem þau kunna að vera með í vinnslu,  þá sérstaklega fyrir erlendum blaðamönnum og dagskrárstjórum alþjóðlegra kvikmyndahátíða sem sækja hátíðina.

Federica Sainte-Rose
Spjall – Federica Sainte-Rose Creative Artists Agency (CAA)

Fjármögnun, sala og dreifing sjálfstætt framleiddra kvikmynda á alþjóðlegum markaði. Leikstjórar og framleiðendur sérstaklega velkomnir!

Kleber Mendonca og Emilie Lesclaux

Meistaraspjall – Kleber Mendonca Filho & Emilie Lesclaux

Hjónin Kleber Mendonça Filho and Emilie Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna Latnesku Ameríku. Myndir þeirra hafa náð miklum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga.

Spjallborð – Handritagerð í umhverfi nýmiðla

Hvaða þýðingu hefur þróun nýmiðla fyrir handristhöfunda í dag?
Hver eru tækifærin og hverjar eru helstu hindranir?

Anika Kruse

GRÆN kvikmyndagerð & sjálfbærni

Fjarfundur með Birgit Heidsiek, frá Green Film Shooting, stofnanda og talskonu grænnar kvikmyndagerðar hjá Evrópumiðstöð sjálfbærrar fjölmiðlunar.

Spjallborð í kjölfarið með Aniku Kruse, Sigríði Rósu Bjarnadóttur (FK), Önnu Maríu Karlsdóttur (KMÍ) ofl.TBA.

Stilla úr verðlaunamyndinni Lamb

VFX Spjall – Innsýn í sjónrænar brellur í Dýrinu

Teymið á bakvið Dýrið er það fyrsta í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til að hljóta alþjóðleg verðlaun í flokki tæknibrellna. Þau ræða við okkur tilurð þess að hafa hlotið Evrópsku Kvikmyndaverðaunin í sínum flokki.

“Tæknitjatt með Dýrisdátum”

Drykkur og mingl

Klukkan 19:00 bæði á föstudeginum og laugardeginum í Landsbankahúsinu verða léttar veigar og tækifæri til að spjalla við aðra gesti.

Eftirpartý

Komdu og fáðu þér drykk með okkur á Risinu klukkan 21:00 á föstudag og laugardag.

Aðrar staðsetningar

Bíóhúsið Selfossi –Sýningatímar

Hotel South Coast –Heimasíða

Mjólkurbúið – Mathöll – Vefsíða

Risið Vínbar – Vefsíða