Sprettfiskur - Stockfish Film Festival

Sprettfiskur

Úrslitin í nýrri og stærri Sprettfisk stuttmyndasamkeppni

4/3/2022

Í gærkvöldi fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt á Hótel Holt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. Það eru Síminn og Kukl sem leggja til hin rausnarlegu verðlaun að verðmæti 4 miljónir króna. Stockfish stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að veita fleiri listformum innan kvikmyndagerðar brautargengi með því að bjóða upp á 4 keppnisflokka: Skáldverk, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarverk. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. Það bárust rúm 100 verk inn í keppnina, dómnefndir stóðu því í ströngu við að fara í gegnum í allt efnið. Samkeppnin var hörð og það er ljóst að við eigum mikið af ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki hér á landi. Þó var ánægjulegt að sjá að keppnin samanstóð af heilbrigðri blöndu af verkum frá bæði nýju og reynslumiklu fólki. Anton Máni framleiðandi tók við verðlaununum fyrir hönd Hreiðurs. Skáldverk Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Dómnefndina skipuðu David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon og hlýtur siguverkið að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL og eina milljón króna í verðlaunafé frá Símanum auk þess sem myndin verður á dagskrá Síminn Sjónvarp og fáanleg í veitu Símans í allt að eitt ár. Ummæli dómnefndar “There are some films that demand you are a part of the action in order to feel its emotional impact. Others ask you to be a quiet observer, a witness to forward momentum of life. This film chose the latter, keeping us locked in the view of one small stage for a family’s private journey. For its beautiful storytelling rooted in patience and love, the fiction jury has chosen Nest – Director – Hlynur Pálmason” Sérstök viðurkenning fór til myndarinnar Hex fyrir einstaka sýn en leikstjóri þess er Katrín Helga Andrésdóttir. Ummæli dómnefndar “The jury would like to single out a film whose bold vision and driving narrative create an unforgettable cinematic experience, announcing a director who must be given every opportunity to shine brighter and bigger, in any genre she picks next. Honorable Mention and a Special Jury Prize for Exceptional Vision goes to HEX – Director – Katrín Helga Andrésdóttir.” Móðir Snæfríðar tók við verðlaununum fyrir hennar hönd Tónlistarverk Í flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar-beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Dómnefnd skipaði Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir. Verðlaunin eru 250 000 kr frá Tækjaleigunni KUKL og 250 000 kr peningaverðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar “Vesturbæjar-beach is a funny and insightful look at the tropical paradise of Reykjavík’s westside. The story is simple and executed with humor, and sincere playfulness, with lots of surprises along the way. It perfectly captures the optimism and positivity it takes to live on our chilly island. The work of the filmmakers is a great example of what can be done when good ideas are executed with little means and the visual approach takes you on a journey that is a joy to experience from beginning to end.” Heimildarverk Í flokki heimildarverka var það Brávallargata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram sem tók til sín verðlaunin. Dómnefndina skipuðu þau: Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Verðlaunin eru 500 þúsund króna úttekt hjá tækjaleigunni KUKL og 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Eins og önnur vinningsverk mun verkið vera á dagskrá Síminn Sjónvarp og aðgengilegt í veitu Símans næstu 12 mánuði. Ummæli dómnefndar “A brave experiment where the simple single-shot setup reveals family secrets and dynamics to the audience. It both freezes time and acknowledges space rarely revisited when the director places them in front of the old family home. The concise form gives a glimpse of what was and what did not become. Honest and true portrait.” Sérstaka tilnefningu hlaut myndin Step eftir Guðný Lind Þorsteinsdóttir. Ummæli dómnefndar “A well-shot and formed documentary that goes beyond the surface. A beautiful portrait of a dancer contrasted with some of the dance business's dark secrets. The brutal honesty exposes emotion and offers a solution, a way of survival without a whining tone or sentiment.” Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir Tilraunaverk Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir. Í verðlaun eru 250 þúsund kr úttekt frá KUKL tækjaleigu og 250 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar “Although experimental films explore non-narrative forms this particular film takes you on an orchestrated visual journey. The film is overflowing with beautiful imagery and colors, and a perfectly fitting set- and sound design. The personal voice-over narration gives the audience just enough to follow the intimate thoughts of the main character, gracefully accompanied by music. The editing and elements of mise-en-scene makes this an interesting film to watch.”

Sprettfiskur 2022 - Keppnismyndir!

3/16/2022

Markmið keppninnar er að vekja athygli á hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl að verðmæti allt að tveimur milljónum kr. Einnig verður sérstök Sprettfisk verðlaunasýning hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndir verða sýndar, bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12 mánuði. Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk þetta árið með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hóp kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka. Sprettfiskur er því nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin. Það er greinilega mikið af hæfileikafólki sem Ísland elur en það voru hátt í 100 verk send inn í keppnina sem er metfjöldi! Í dómnefnd 2022 sitja: Heimildaverk - Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir Tilraunaverk - Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir Tónlistaverk - Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir Skáldverk - David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon Eftirtaldar 20 myndir keppa í Sprettfisk 2022: Heimildarverk Brávallagata 12 - Leikstjóri - Birna Ketilsdóttir Schram Flight of the Puffin - Leikstjóri - Rakel Dawn Hanson From Pasture Into Hands - Leikstjóri - Thurý Bára Birgisdóttir Grand Hótel Nýlundabúðin Puffin Hótel - Leikstjóri - Elín Elísabet Einarsdóttir, Rán Flygenring Step - Leikstjóri - Guðný Lind Þorsteinsdóttir Tilraunaverk CHRYSALIS - Leikstjóri - Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir Corpus - Leikstjóri - Klāvs Liepiņš Scene From a White Wedding - Leikstjóri - Birna Ketilsdóttir Schram Var - Leikstjóri - Anna María Richardsdóttir, Áki Frostason Worth - Leikstjóri - Helga Katrínardóttir Skáldverk Days Without - Leikstjóri - Ívar Erik Yeoman Free Men - Leikstjóri - Óskar Kristinn Vignisson HEX - Leikstjóri - Katrín Helga Andrésdóttir Lúser - Leikstjóri - Nikulás Tumi Hlynsson Hreiður - Leikstjóri - Hlynur Pálmason Tónlistaverk Birnir - Spurningar (feat.Páll Óskar) - Leikstjóri - Magnús Leifsson Ég er bara að ljúga er það ekki? - Leikstjóri - Annalísa Hermannsdóttir Rottur - Leikstjóri - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Sin Fang - Soy Un Animal - Leikstjóri - Magnús Leifsson Vesturbæjar Beach - Leikstjóri - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju!

Sprettfiskur, í samvinnu við Símann og Kukl, haldinn á fjórum keppnisbrautum!

1/21/2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars - 3. Apríl 2022. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. febrúar næstkomandi.  Keppt verður í fjórum flokkum og mun sigurvegari hvers flokks hljóta verðlaun að verðmæti allt að 2ja milljóna kr. Markmið keppninnar er að vekja athygli á hæfileikaríku og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með veglegum verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sprettfiskur á fjórum keppnisbrautum, í samvinnu við Kukl og Símann! Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk 2022 með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hópi kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka. Sprettfiskur verður nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl. 1 - Skáldverk 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur. Verðlaunafé: 1.000.000kr Tækjaleiga: 1.000.000kr 2 - Heimildarverk 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur. Verðlaunafé: 500.000kr Tækjaleiga:: 500.000kr 3 - Tilraunaverk Verk sköpuð á vettvangi myndlistar eða hreyfilistar. 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur sé íslenskur. Verðlaunafé: 250.000kr Tækjaleiga: 250.000kr 4 - Tónlistaverk Listræn tónlistarverk gerð við frumsamið lag. 5 listræn tónlistarmyndbönd valdin úr innsendingum til keppni. Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021 Aðeins íslensk tónlistarmyndbönd koma til greina eða að leikstjóri sé íslenskur. Verðlaunafé: 250.000kr Tækjaleiga: 250.000kr Verðlaunafénu fylgir skilyrði um þátttöku í sérstakri Sprettfisk verðlaunasýningu hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndirnar verða sýndar saman bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12.mánuði. Fyrirspurnir sendist á info@stockfishfestival.is Umsóknarform er að finna á filmfreeway.com/Shortfish

Úrslit Sprettfisksins 2021 kynnt

5/31/2021

Í gær var lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís og sigurvegari í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskurinn kynntur. Dómnefndina skipuðu Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri. Öll voru þau sammála um að valið hafi verið óvenju erfitt og engin ein mynd borið höfuð og herðar yfir aðrar. Þó komust þau að niðurstöðu að lokum og úr varð að kvikmyndin Spaghetti/Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson fengi sérstaka viðurkennningu en sigur úr bítum bar stuttmyndin Kitchen By Measure/Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur. Atli og Sólrún hljóta fagran verðlauna grip eftir systkinin Marsibil og Róbert Kristjánsbörn sem og 1.000.000 króna úttekt frá Kukl í tækjaleigu sem mun koma sér að góðum notum við gerð næstu myndar. Hér fyrir neðan má svo sjá umsagnir dómnefndar um báðar myndirnar. Umsögn dómnefndar um Eldhús eftir máli Að fanga anda þess klassíska hefur aldrei verið einfalt verk: að vera trúr söguþræði en þó gefa myndinni einstakan blæ sem gerir áhorfið einstætt og eftirminnilegt. Verkið er tæknilega óaðfinnanlegt með áherslu á minnstu smáatriðin ásamt fallegri kvikmyndatöku og innrömmun. All þetta, sem og góður dass af vitsmunalegum húmor í undiröldu hennar, gerir það að verkum að áhorf myndarnir verður afar heillandi. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Eldhús eftir málieftir Atla Arnarsson og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur verðlaun Sprettfisksins 2021. Annar leikstjóra Spaghetti Egill Gauti en Nikulás komst ekki á verðlauna afhendinguna. e Sérstök viðurkenning: Spagettí Óhefðbundin spennumynd úr undirheimum Kópavogs, full af lífsgleði og sköpunarkrafti. Höfundar brjóta flest lögmál kvikmyndagerðar á afar snyrtilegan hátt svo úr verður ógleymanleg upplifun. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Spagettí eftir Nikulás Tuma Hlynsson og Egil Gauta Sigurjónsson sérstaka viðurkenningu. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hélt ræðu og Tinna Hrafnsdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar. Sérstakar þakkir fær Kukl sem er aðal styrktaraðili keppninnar.

Myndirnar sem keppa í Sprettfisk 2021!

3/24/2021

Markmið Sprettfisks er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum tækjabúnaði fyrir næsta verkefni. Sprettfiskur tók breytingum á síðasta ári þegar skilyrði um Íslandsfrumsýningu var aflétt og allar myndir sem voru opinberlega frumsýndar á árinu áður (2019) og síðar tekið þátt. Við þetta jókst innsendingar fjöldi til muna og voru hátt í 40 myndir sendar inn í fyrra. Yfir 50 myndir voru sendar inn nú í ár, frumsýndar 2020 eða síðar. Það er greinilega mikið af upprennandi hæfileikafólki sem Ísland elur og var því tekin ákvörðun um að bregðast við og hækka keppenda fjölda í Sprettfisk upp í 12 myndir. Með því vill Sprettfiskur kynna til leiks fleira efnilegt kvikmyndagerðarfólk sem er það sem Sprettfiskurinn snýst um.  Í dómnefnd 2021 sitja Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Ragnar Bragason leikstjóri og Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri. Eftirtaldar 12 myndir keppa í Sprettfisk í ár: ,,Allir hundar deyja’’ - Leikstjóri - Ninna Pálmadóttir, sigurvegari Sprettfisks í fyrra. ,,Animalia’’ - Leikstjóri - Rúnar Ingi ,,Blindhæð’’ - Leikstjóri - Daníel Bjarnason ,,Bussi/Baba’’ - Leikstjóri - Bahare Ruch ,,Jökull’’ - Leikstjóri - Axel Frans Gústavsson ,,Lífið á eyjunni’’ - Leikstjóri -Viktor Sigurjónsson ,,Mánudagur’’ - Leikstjóri - Bergur Árnason ,,Milli tungls og jarðar’’ - Leikstjórar - Anna Karín Lárusdóttir & Hekla Egils ,,Spagettí’’ - Leikstjórar - Nikulás Tumi & Egill Gauti Sigurjónsson ,,Þetta ætti að batna?’’ - Leikstjóri - Alex Snær Welker Pétursson ,,Dalía'' - Leikstjóri, Brúsi Ólason ,,Eldhús eftir máli'' - Leikstjórar - Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Opið fyrir umsóknir í SPRETTFISK – stuttmyndakeppni Stockfish & KUKL!

1/4/2021

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Allar ófrumsýndar myndir eða myndir sem voru opinberlega frumsýndar 2020 og síðar geta tekið þátt. Sú stuttmynd sem valin verður besta mynd Sprettfisks fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði en Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegari síðasta árs var Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og hefur hún síðan farið á fjölmargar kvikmyndahátíðir og vann t.a.m. Eddu verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina. Inntökuskilyrði Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og gerir hátíðin þá kröfu að myndirnar hafi komið út árið 2020 eða síðar. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta. Umsóknir sendist á stockfish@stockfishfestival.is merktar: SPRETTFISKUR, fyrir 20. febrúar ásamt meðfylgjandi upplýsingum: Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)Nafn leikstjóraNafn framleiðandaLengd myndarStutt synopsis (á ensku og íslensku)ÚtgáfudagsetningHlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarfTengiliðaupplýsingar

Blaðberinn í leikstjórn Ninnu Pálmadóttur hlýtur Sprettfiskinn í ár

3/23/2020

Alls voru það 6 myndir af hátt í 40 innsendum sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar þetta árið og var það einróma álit dómnefndar að Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bæri sigur úr bítum. Eftirfarandi umsögn skýrir val dómnefndarinnar nánar: "Stundum kemur hjálpin úr ólíklegustu átt, t.d. frá littlum manneskjum sem við höfum kannski ekki veitt mikla athygli eða tekið sérstaklega eftir. Stundum geta littlar manneskjur verið einmitt það - börn. Hetja Sprettfisksins í ár er brotin og fer ekki hátt. En þrátt fyrir að bera sínar eigin sorgarbirgðar er þessi litla manneskja megnug að sýna náungakæreik og hughreysta bláókunnuga manneskju. Við í dómnefnd erum einróma í vali okkar ár. Vegna þess hvað myndmálið er sterkt og segir mikla sögu án þess að notast við mörg orð. Vegna þess hve handritið er vel útfært og setur mannleg tengsl í forgrunn. Við bætist svo einstakt auga fyrir smáatriðum sem gera mikið fyrir söguna. Því er það okkar mat að Blaðberinn, eftir Ninnu Pálmadóttur, hljóti Sprettfiskinn í ár." Mynd úr Blaðberanum. "Stundum kemur hjálpin úr ólíklegustu átt, t.d. frá littlum manneskjum sem við höfum kannski ekki veitt mikla athygli eða tekið sérstaklega eftir. Stundum geta littlar manneskjur verið einmitt það - börn." - Dómnefnd Ninna var að vonum snortin yfir sigrinum og umsögn dómnefndar. Vegna aðstæðna fór fram látlaus verðlaunaafhending í Bíó Paradís í gær þar sem einungis voru viðstaddir aðstandendur hátíðarinnar og ljósmyndari sem festi sigurvegarann á mynd. "Ég er voðalega þakklát og meir á sama tíma. Þetta er náttla mjög hvetjandi og mikill heiður. Mér þykir ótrúlega vænt um umsögn dómnefndar og er þakklát aðstandendum hátíðarinnar hvernig þeim hefur tekist að halda sínu striki eins og hægt er við einstaklega erfiðar aðstæður." Ninna fær í verðlaun 1.000.000 kr í tækjaúttekt frá Kukl ehf. sem mun koma sér einstaklega vel við gerð næstu myndar. Nú þegar situr hún við skriftir að handriti í fullri lengd en það er aldrei að vita nema það fæðist hugmynd að annari stuttmynd. Að auki hlaut Ninna þennan forláta verðlaunagrip til eignar sem er hannaður af Marsibil G. Kristjánsdóttur og bróður hennar Róberti Daníel Kristjánssyni. Verðlaunagripurinn sem veittur er í fyrsta skipti í ár er eignargripur og hannaður af Marsibil G. Kristjánsdóttur og Róbert Daníel Kristjánssyni.