Sprettfiskur

Sprettfiskur er haldinn í fjórum keppnisflokkum þar sem leikið efni, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistarmyndbönd eru aðskilin. Flokkarnir eru fjórir til að endurspegla þá grósku og fjölbreytni sem er í kvikmyndagerð hér á landi. Markmið keppninnar er að vekja athygli á upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til góðra verka með verðlaunum sem geta lagt grunninn að næsta verkefni. Verðlaunin koma frá KUKL tækjaleigu og RÚV. Verðlaunamyndirnar verða sýndar á RÚV og aðgengilegar í spilara RÚV.

Þakkir til okkar helstu styrktaraðila!

Leikið efni

  • KUKL 1.000.000 ISK – tækjaleiga
  • RÚV 1.000.000 ISK – peningaverðlaun

Heimildamyndir

  • KUKL 500.000 ISK – tækjaleiga
  • RÚV 500.000 ISK – peningaverðlaun

Tilraunaverk

  • KUKL 250.000 ISK – tækjaleiga
  • RÚV 250.000 ISK – peningaverðlaun

Tónlistarmyndbönd

  • KUKL 250.000 ISK – tækjaleiga
  • RÚV 250.000 ISK – peningaverðlaun

ÞÁTTÖKUSKILYRÐI

  • Myndin þarf að vera hámark 30 mín í lengd. Framleiðslu ekki lokið fyrir janúar 2023 og íslensk frumsýning nú á Stockfish 2024.
  • Aðeins íslensk verk eru tekin til greina þar sem höfundur/leikstjóri og/eða framleiðandi er íslenskur.
  • Tónlistarmyndbönd koma aðeins til greina ef leikstjórinn er íslenskur.
  • Tónlistarmyndbönd skulu gerð eftir frumsömdu lagi.
  • Innsendingar eru ókeypis og fara í gegnum filmfreeway.com.
  • 20 stuttmyndir sem valdar verða til keppni verða sýndar á sjálfri hátíðinni.

DÓMNEFND

Við þökkum öllu því frábæra fólki sem skipaði dómnefndir Sprettfisks í ár en þess má geta að allir dómarar búa yfir yfirgripsmikilli reynslu úr faginu hér heima og erlendis og er framlag þeirra okkur ómetanlegt.

Skáldverk: Silja Hauksdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson & María Reyndal

Heimildaverk: Jörundur Ragnarsson, Daiga Livcane & Helga Rakel Rafnsdóttir

Tilraunaverk: Helena Jónsdóttir, Thomas Brennan & Gústav Geir Bollason

Tónlistarverk: Ninna Pálmadóttir, Vytautas Dambrauskas & Katrín Björgvinsdóttir

LEIKIN MYND

fár

Leikstjóri: Gunnur Martinsdóttir Schlüter

Framleiðandi: Rúnar Ingi Einarsson, Sara Nassim

Um verkið: Einstaklingur tekst á við aðstæður sem reyna á siðferði mannskepnunnar í aftengdum heimi við náttúruna.

Lengd: 5,13 mín

ROUTE 7

Leikstjóri: Óskar Þorri Hörpuson

Framleiðandi: Óskar Þorri Hörpuson, Jón Axel Matthíasson, Birkir Kristinsson

Um verkið: Þeldökkur maður mætir fordómum í strætó, en dagur hans tekur jákvæða stefnu þegar grunnskólastúlka gefur sig á tal við hann.

Lengd: 11,07 mín

High tide

Leikstjóri: Arina Vala Thordardottir

Framleiðandi: Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Jessica Li, Meagan Solano

Um verkið: Þegar dularfull kona ætlar sér að taka leigubíl út í fjöru um miðja vetrarnótt fer bílstjóra hennar að gruna að hún ætli að ganga í sjóinn.

Lengd: 9,16 mín

EIN 

Leikstjóri: Þura Stína Kristleifsdóttir

Framleiðandi: SURA productions, Þura Stína Kristleifsdóttir

Um verkið: EIN skoðar sjálfsrýni, hamingju og samfélagslegar væntingar í gegnum augu konu sem efast um þær ákvarðanir sem að hún hefur tekið á lífsleiðinni.

Lengd: 15,14 mín

Sturtur

Leikstjóri: Logi Sigursveinsson

Framleiðandi: Gunnbjörn Gunnarsson, Bianca Radoslav, Markús Loki Gunnarsson, Konráð Kárason Þormar

Um verkið: Sonur er sóttur af föður sínum í fangelsi. Bíltúrinn aftur í bæinn varpar ljósi á samband þeirra og þegar þeir reyna að tengjast á ný er ekki allt sem sýnist.

Lengd: 17,48 mín

Heimildaverk

HAFEY

Leikstjóri: Hanna Hulda Hafthorsdottir

Framleiðandi: Hanna Hulda Hafthorsdottir

Um verkið: Hafey fékk heilablóðfall 13 ára. Þegar hún vaknaði úr dái upplifði hún sjálfa sig og heiminn öðruvísi og byrjaði að dansa til að ná bata.

Lengd: 15,04 mín

SAM KENNDAR SKÁPAR

Leikstjóri: Rakel Jónsdóttir

Framleiðandi: Rakel Jónsdóttir

Um verkið: Frískápar eru deili- ísskápar þar sem hver sem er getur skilið eftir og sótt sér mat, með það að markmiði að draga úr matarsóun.

Lengd: 8,18 mín

NÝTT LÍF

Leikstjóri: Andri Freyr Gilbertsson

Framleiðandi: Andri Freyr Gilbertsson

Um verkið: Guðrún Tinna fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm og greindist síðar á ævinni með hvítblæði. Læknar vildu senda hana í beinmergsskipti en erfitt getur verið að finna stofnfrumugjafa.

Lengd: 18,09 mín

fjallasaga

Leikstjóri: Edda Sól Jakobsdóttir

Framleiðandi: Edda Sól Jakobsdóttir

Um verkið: Fjallasaga kannar samband staðar og fólks og skoðar fegurð, fortíð og umbreytingu náttúruperlunnar Kerlingafjalla í gegnum hjartahlýtt samband Edda og afabarns hans, Eddu.

Lengd: 15,05 mín

misplaced

Leikstjóri: Michelle Pröstler

Framleiðandi: Haggai Birnir Moshesson

Um verkið: Öll göngum við í gegnum ólík tímabil í lífinu. En hversu oft upplifir maður sig vera á réttum stað? Hversu oft líður manni ekki algjörlega utangátta?

Lengd: 18,03 mín

tilraunaverk

ef ég dey fer ég heim?

Leikstjóri: Peter Thor

Framleiðandi: Þorgeir P. Á. Sigurðsson

Um verkið: Súrrealísk nálgun á áfallastreituröskun, æsku harmleik og hvernig það mótar hugarástand og sjálfsálit manns. Hvernig getum við sofið þegar heimilið okkar brennur?

Lengd: 8,50 mín

soulmates

Leikstjóri: Alda Ægisdóttir

Framleiðandi: Alda Ægisdóttir

Um verkið: Í heim útsaumaðra blóma og skordýra, eru tveir elskhugar aðskildir af yfirnáttúrulegum öflum.

Lengd: 9,51 mín

svona er þetta bara

Leikstjóri: Björk Magnúsdóttir, Askur Benedikt Árnason Nielsen

Framleiðandi: Björk Magnúsdóttir

Um verkið: „Svona er þetta bara“ færir ljóð Bjarkar Magnúsdóttur, leikstjóra, í mynd þar sem er fjallað um óraunveruleikatilfinningar og aftengingu frá umheiminum.

Lengd: 2,30 mín

flökkusinfónía

Leikstjóri: Gjörningaklúbburinn, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir

Framleiðandur: Hanna Björk Valsdóttir, Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir

Um verkið: Abstrakt ferðalag þvert á tungumál þar sem flökkutaugin, samkenndartaug líkamans er virkjuð og ýtt undir einstaklingsbundna og um leið hnattræna samkennd í sífellt misskiptari heimi.

Lengd: 25,49 mín

fragments of the attempt

Leikstjóri: Steiní Kristinsson

Framleiðandi: Steiní Kristinsson

Um verkið: Sena úr ókláraðri mynd frá skálduðu landi þar sem veiðimaður og dóttir hennar dragast að undarlegu hljóði í skóginum.

Lengd: 5,45 mín

tónlistarmyndbönd

„yfir skýin“ – lúpína

Leikstjóri: Hanna Hulda Hafþórsdóttir

Framleiðandi: Nína Sólveig Andersen

Um verkið: Tónlistarmyndband fyrir söngkonuna og tónskáldið, Lúpínu sem kannar hvernig gömul áföll geta skotið upp kollinum sé ekki unnið úr þeim.

Lengd: 3,37 mín

„Solarr“ – talos

Leikstjóri: Máni M. Sigfusson

Framleiðandi: Máni M. Sigfusson

Um verkið: Myndbandið er innblásið af texta lagsins, einna helst upphafslínunum ,,Þegar ég var settur saman. ,Á viðarhafinu þínu”.

Lengd: 4,00 mín

„problems“ – Flesh machine

Leikstjóri: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Framleiðandi: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Um verkið: Mr. Flesh er með þá náðargáfu að geta skotið grúví tónum úr fingrunum. En neyðist til að vera í hönskum til að vernda nærstaddda.

Lengd: 2,37 mín

„spiritus naturae aeternus“ – dustin o’halloran

Leikstjóri: Markus Englmair

Framleiðandi: Erlendur Sveinsson, Kári Úlfsson

Um verkið: Ferðalag frá náttúru Íslands til heims úr steypu og stáli. Undir tilfinningaþrunginni tónlist túlkar dans Fukiko Takase baráttu lífsins fyrir vexti, endurnýjun og hnignun.

Lengd: 5,58 mín

„holdgervingur lauslætis + imagine a woman“

Leikstjóri: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja Vignisdóttir

Framleiðandi: Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, Freyja Vignisdóttir

Um verkið: Feminísk saga þar sem unnið er með hugmyndir um aðskilnað líkama og sálar, sérstaklega kvenna þar sem líkamar þeirra virðast oft vega meira en vit og gáfur.

Lengd: 5,45 mín