Úrslitin í nýrri og stærri Stockfish stuttmyndasamkeppni
Í gærkvöldi fór fram uppskeruhátíð stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt á Hótel Holt. Sigurvegarar Stockfish voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. Það eru Síminn og Kukl sem leggja til hin rausnarlegu verðlaun að verðmæti 4 miljónir króna.
Stockfish stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að veita fleiri listformum innan kvikmyndagerðar brautargengi með því að bjóða upp á 4 keppnisflokka: Skáldverk, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarverk. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. Það bárust rúm 100 verk inn í keppnina, dómnefndir stóðu því í ströngu við að fara í gegnum í allt efnið. Samkeppnin var hörð og það er ljóst að við eigum mikið af ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki hér á landi. Þó var ánægjulegt að sjá að Stockfish samanstóð af heilbrigðri blöndu af verkum frá bæði nýju og reynslumiklu fólki.
Skáldverk
Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Dómnefndina skipuðu David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon og hlýtur siguverkið að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL og eina milljón króna í verðlaunafé frá Símanum auk þess sem myndin verður á dagskrá Síminn Sjónvarp og fáanleg í veitu Símans í allt að eitt ár.
Ummæli dómnefndar
“There are some films that demand you are a part of the action in order to feel its emotional impact. Others ask you to be a quiet observer, a witness to forward momentum of life. This film chose the latter, keeping us locked in the view of one small stage for a family’s private journey. For its beautiful storytelling rooted in patience and love, the fiction jury has chosen Nest – Director – Hlynur Pálmason”
Sérstök viðurkenning fór til myndarinnar Hex fyrir einstaka sýn en leikstjóri þess er Katrín Helga Andrésdóttir.
Ummæli dómnefndar
“The jury would like to single out a film whose bold vision and driving narrative create an unforgettable cinematic experience, announcing a director who must be given every opportunity to shine brighter and bigger, in any genre she picks next. Honorable Mention and a Special Jury Prize for Exceptional Vision goes to HEX – Director – Katrín Helga Andrésdóttir.”
Tónlistarverk
Í flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar-beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Dómnefnd skipaði Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir. Verðlaunin eru 250 000 kr frá Tækjaleigunni KUKL og 250 000 kr peningaverðlaun frá Símanum.
Ummæli dómnefndar
“Vesturbæjar-beach is a funny and insightful look at the tropical paradise of Reykjavík’s westside. The story is simple and executed with humor, and sincere playfulness, with lots of surprises along the way. It perfectly captures the optimism and positivity it takes to live on our chilly island. The work of the filmmakers is a great example of what can be done when good ideas are executed with little means and the visual approach takes you on a journey that is a joy to experience from beginning to end.”
Heimildarverk
Í flokki heimildarverka var það Brávallargata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram sem tók til sín verðlaunin. Dómnefndina skipuðu þau: Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Verðlaunin eru 500 þúsund króna úttekt hjá tækjaleigunni KUKL og 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Eins og önnur vinningsverk mun verkið vera á dagskrá Síminn Sjónvarp og aðgengilegt í veitu Símans næstu 12 mánuði.
Ummæli dómnefndar
“A brave experiment where the simple single-shot setup reveals family secrets and dynamics to the audience. It both freezes time and acknowledges space rarely revisited when the director places them in front of the old family home. The concise form gives a glimpse of what was and what did not become. Honest and true portrait.”
Sérstaka tilnefningu hlaut myndin Step eftir Guðný Lind Þorsteinsdóttir.
Ummæli dómnefndar
“A well-shot and formed documentary that goes beyond the surface. A beautiful portrait of a dancer contrasted with some of the dance business’s dark secrets. The brutal honesty exposes emotion and offers a solution, a way of survival without a whining tone or sentiment.”
Tilraunaverk
Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir. Í verðlaun eru 250 þúsund kr úttekt frá KUKL tækjaleigu og 250 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum.
Ummæli dómnefndar
“Although experimental films explore non-narrative forms this particular film takes you on an orchestrated visual journey. The film is overflowing with beautiful imagery and colors, and a perfectly fitting set- and sound design. The personal voice-over narration gives the audience just enough to follow the intimate thoughts of the main character, gracefully accompanied by music. The editing and elements of mise-en-scene makes this an interesting film to watch.”