VIÐ KYNNUM BRANSADAGA 2024

Markmið bransadaga Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni. Viðburðirnir fjalla um núverandi umræðuefni sem tengist alþjóðlega jafnt og íslenska kvikmyndaiðnaðinum. Stockfish er vettvangur kvikmyndaiðnaðarins hér á landi. 

 

Í ár fara bransadagar fram 4. Til 14. apríl ásamt kvikmyndasýningunum og eru hannaðir fyrir fagmönnum í iðnaðinum sem og kvikmyndaáhugamönnum. Viðburðir eins og meistaraspjöll við áberandi nöfn innan geirans, pallborðsumræður, smiðjur og kynningu á verkum í vinnslu verða í boði á bransadögum hátíðarinnar. Hér að neðan má sjá upplýsingar um þá viðburði sem verða í boði. 

MEISTARANÁMSKEIÐ HELLE HANSEN – HVERNIG BÝR MAÐUR TIL HRÍFANDI HEIMILDARMYND

Helle Hansen er ráðgjafi fyrir heimildamyndir sem unnið hefur í tólf ár hjá Det Danske Filminstitut, Norsk filminstitutt og Filmfond Nord í Noregi. 

Á námskeiðinu verður notað dæmi um norrænt kvikmyndaverkefni til að fara yfir þær áskoranir sem fylgja því að samþætta ólíka sýn þeirra sem koma að gerð heimildarmynda. Þá verður farið yfir hvernig kvikmyndargerðarmenn geta stuðlað að sátt meðal hagsmunaaðila án þess að upprunalega sagan líði fyrir.

Dagsetning: 10. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 11:00

MEISTARANÁMSKEIÐ MIMI PLAUCHÉ – HVAÐ ER MIKILVÆGAST

Mimi Plauché er listrænn stjórnandi Chicago kvikmyndahátíðarinnar sem er elsta kvikmyndakeppni Norður-Ameríku. Hún hefur starfað sem ráðgjafi við dagskrárgerð, átt sæti í dómnefndum og verið formaður dómnefnda á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða. 

Vel heppnuð umsókn er lykilatriði í árangri á þeim vettvangi, og eykur líkur á að mynd verði valin til sýninga á hátíð, hún nái augum fólks innan bransans og leiði til mögulegrar sölu eða dreifingar. Á þessum viðburði munu Mimi Plauché, listrænn stjórnandi Chicago kvikmyndahátíðarinnar og Hrönn Kristinsdóttir, listrænn stjórnandi SFIF, gefa innsýn inn í margvíslegar aðferðir til að fanga athygli forsvarsmanna kvikmyndahátíða og áhorfenda.

Dagsetning: 11. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 11:00

MEISTARASPJALL VIÐ ALEXU L. FOGEL UM LEIKARAVAL

Leikaraval er mikilvægur og stór þáttur í kvikmyndagerð sem vekur kvikmyndaverkið til lífsins. Rétt leikaraval getur bætt frásögnina og fært alla framleiðslu á hærra plan.

Til að ná sem bestum árangri það viðkomandi að búa yfir góðri þekkingu á leik, hafa næmt auga fyrir hæfileikaríkum leikurum og djúpan, leikrænan skilning á textanum. Þá þarf

að huga að fjölbreytni í leikaravali til að endurspegla sem best margbreytileika samfélagsins.

Í þessu meistaraspjalli mun Ólafur Darri Ólafsson, leikari, framleiðandi og handritshöfundur, ræða við Alexu L. Fogel sem hlotið hefur fjölda Artios og Emmyverðlauna fyrir hlutverkaval. Saman munu þau deila sinni innsýn og reynslu af þessu ferli.

Dagsetning: 12. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 16:30

MÁLSTOFA – AUKIN FJÖLBREYTNI LEIKARA Í ÁHEYRNARPRUFUM FYRIR SJÓNVARPSÞÆTTI OG KVIKMYNDIR

Á þessum viðburði mun Þórunn Lárusdóttir ræða við helstu fyrirtæki Íslands í leikaravali ræða um hvernig er hægt að ná til sem flestra leikara og tala um aðferðir sínar til að auka fjölbreytni leikara í kvikmyndum og þáttaröðum. Viðburðurinn er í samstarfi við Móðurskipið, TrueNorth Talent, Doorway Casting and FÍL.

Dagsetning: 12. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 17:30

LEIÐIN AÐ SJÁLFBÆRRI KVIKMYNDAGERÐ

Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn tekur þátt í alþjóðlegu átaki til að takast á við áskoranir í umhverfismálum.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands, Green Producers Club og fyrstu íslensku útskrifuðu ráðgjafana sem eru með græna vottun og vinna undir merkjum USE SEE. Þeir eru jafnframt fulltrúar Green Producers Club á Íslandi. Í umræðunum verður farið yfir þá möguleika, hindranir og lausnir sjálfbær kvikmyndaframleiðsla stendur frammi fyrir.

Kynningin fer fram í Norræna húsinu. Henni lýkur svo á því Hrefna Sigurðardóttir, sýningarstjóri, kynnir sýninguna Wasteland Iceland.

Dagsetning: 9. apríl

Staður og stund: Norræna húsið, 16:30

PALLBORÐSUMRÆÐUR NORDFILM NETWORK UM KVIKMYNDAMENNTUN Á NORÐURLÖNDUM OG EYSTRASALTSSVÆÐINU

Kvikmyndamenntun hlúir að nýsköpun og stuðlar að framþróun kvikmyndaiðnaðarins og greina

innan hans. Auk þess eykur kvikmyndalæsi skilning á ólíkum menningarheimum og styrkir gagnrýna hugsun. Nordfi lm eru samtök 11 kvikmyndaskóla á Norðurlöndum og Eystrasalti sem hafa það að markmiði að deila þekkingu og liðka fyrir samstarfi og skiptinámi milli skólanna. Fulltrúar skólanna munu í pallborðinu ræða stöðu kvikmyndagerðar í heimalandi sínu og á heimsvísu, og hvernig samstarf eykur tækifæri nemenda.

Dagsetning: 10. apríl

Staður og stund: Norræna húsið, 16:30

HANDRITASMIÐJA MEÐ TINA GHARAVI

Handritshöfundurinn og leikstjórinn Tina Gharavi leiðir smiðjuna, en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, og var meðal annars tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína, I am Nasrine.

Viðburðurinn er þriggja daga smiðja þar sem handritshöfundar geta skerpt á þekkingu sinni, fengið gagnrýni á verk sín og tengst samfélagi sem deilir ástríðu þeirra fyrir skrifum. Handritasmiðjunni er ætlað að efla og þroska íslenska handritshöfunda, og skapa umhverfi til samstarfs og tengslamyndunar.

Dagsetning: 5.-7. apríl

Staður og stund: Norræna húsið

Einungis fyrir sérvalda þátttakendur.

KVIKMYNDASTEFNAN 2020-2030

Kvikmyndastefnan 2020-2030 yfirvalda til tíu ára var kynnt haustið 2020. Fjögur markmið voru

skilgreind og undir þeim tíu aðgerðir sem var ætlað að efla kvikmyndaiðnaðinn, auka menntun, bæta fjármögnun og tryggja samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðagrundvelli. En hvað hefur áunnist á þessum rúmu þremur árum, og hvað má betur fara? Fulltrúar stjórnvalda og helstu hagsmunaaðila munu á þessum viðburði fara yfir stöðuna í dag, og hvað þarf að gera til að ná fyrrgreindum markmiðum.

 

Aðeins fyrir skráða fagmenn.

 

Á PALLBORÐSUMRÆÐUNUM LOKNUM VERÐUR KYNNING Á VEGUM:

FILM IN ICELAND

Verkefni Film in Iceland er að kynna kynna Ísland sem vænlegan tökustað, 35% endurgreiðslu

framleiðslukostnaðar, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni. Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað og verkefnin hafa skilað miklu fyrir íslenskt Þjóðarbú.

 

MASSIF

Massif er nýstárlegur vettvangur í tökustaðaleit og vali á tökustöðum, sem hannaður er fyrir

kvikmyndaframleiðendur, ljósmyndara og aðra fagmenn í skapandi greinum. Steinarr Logi og Kidda Rokk Þórisdóttir eru stofnendur kerfisins sem hannað er til að auðvelda viðskiptavinum að finna réttu tökustaðina fyrir verkefni sín sem og aðrar gagnlegar upplýsingar varðandi staðina.

 

RECORD IN ICELAND

Record in Iceland er kynningarstarfsemi rekið af Iceland Music, sem sér um útflutning á íslenskri tónlist, í samræmi við Business Iceland, utanríkisþjónustuna og Reykjavík Music City. Verkefnið er fjármagnað af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

 

Dagsetning: 12. Apríl

VERK Í VINNSLU

Á bransadögum hátíðarinnar kynna kvikmyndagerðarmenn hér á land verk sem eru í vinnslu og sýna ókláruð verk sín. Verkefnin eru ýmist kvikmyndir eða sjónvarpsþættir í vinnslu. Verk í vinnslu fær stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk til að hittast og mynda tengsl og deila athugasemdum. Kvikmyndagerðarmönnum gefst tækifæri að opna fyrir frekari dreifingu og kynningu á verkunum.

 

Dagsetning: 11. apríl

Staður og stund: Norræna húsið

 

Aðeins fyrir sérvalda þátttakendur

WIFT MÓTTAKA

Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi – Women in Film and Television á Íslandi býður kvikmyndagerðarfólki af öllum kynjum í drykk til þess að skála fyrir starfi félagsins síðastliðin átján ár og fagna um leið 10 ára afmæli Stockfish. Ísland er í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu en því miður á það sama ekki við um kvikmyndaiðnaðinn

hér á landi. Í hinum fullkomna heimi væri engin þörf á félagsskap eins og WIFT.

Velkomin öll á þennan óformlega viðburð til skrafs og ráðagerða um næstu skref í átt að fullu jafnrétti og inngildingu.

Hvenær getum við loks kvatt WIFT og farið að einbeita okkur að kvikmyndagerð?

 

Dagsetning: 9. apríl

Staður og stund: Bíó Paradís, 20:00