VERK Í VINNSLU

Stockfish 2024 kynnir með ánægju Verk í vinnslu, viðburð sem fer fram á bransadögum hátíðarinnar. Þar kynna íslenskir kvikmyndagerðarmenn verk sem eru í vinnslu og/eða eru ókláruð. Verkefnin eru ýmist kvikmyndir eða sjónvarpsþættir í vinnslu. Verk í vinnslu er stutt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og er kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðafólk til að hittast, mynda tengsl og deila hugmyndum. Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu og verður streymt beint fyrir þau sem ekki hafa tök á að mæta í eigin persónu. Kvikmyndagerðarfólki gefst tækifæri á að opna fyrir frekari dreifingu og kynningu á verkunum. 

 

Umræðum stjórnar Wendy Mitchell. Mitchell er blaðamaður og ráðgjafi fyrir kvikmyndahátíðir. Hún er ritstjóri og norrænn fréttaritarinn fyrir Screen International, framleiðandi Sundance Film Festival í London, breski og norræni fulltrúinn fyrir San Sebastian International Film Festival og ráðgjafi hjá Berlinale EFM og Cannes Marche. Hún skrifaði einnig bókina Iceland on Screen sem var gefin út ári 2022. 

Eftirfarandi eru þau verk í vinnslu sem sýnd verða á viðburðinum.

HEIMILDAVERK

What Men Share – Janus Bragi Jakobsson

Ísland / 90 mín

Framleiðandi: Tinna Ottesen

Í leit að mikilvægi deila fjórir karlmenn lífi sínu á netinu með ósýnilegum áhorfendum. Verkið kannar margrbeytileika sjálfstjáningar og tengingar og veltir upp þeirri áleitnu spurningu hvort stafræn viðvera manns hafi einhverja merkingu. Í myndinni eru viðtöl og Youtube viðtöl notuð til að skoða hvaða hvatir liggja að framsetningu fólks á netinu. Myndin kannar varnarleysi og trúverðleika persóna á netinu og spyr út í hulinn kostnaði þess að deila á netinu og skoðar sögurnar sem menn velja að opinber

Turninn – Ísold Uggadóttir

Ísland, Þýskaland / 180 mín (4 þættir x 45 mín) sería + 90 mín kvikmynd

Framleiðendur: Kristín Andrea Þórðardóttir, Hlynur Sigurdsson; meðframleiðandi: Alex Tondowski, Tondowski Films

Saga um harmleik og leit að réttlæti. Minnsta kaþólska biskupsdæmi heims stendur á Landakotsbrekku. Þar var rekinn virðulegur kaþólskur skóli í yfir hundrað ár. Árið 2008 framdi einn kennari sjálfvíg þegar hún stökk úr turni skólans og lenti á leikvelli hans. Það varð til þess að falinn harmleikur leit dagsins ljós. 

Frá 1956 í næstum fimm áratugi átti sér stað hræðileg misnotkun á fjölda barna á aldrinum 5 til 11 ára. Turninn segir frá sögu þriggja þessara barna, í fyrsta sinn en þau eru nú fullorðnir.

Temporary Shelter by Anastasiia Bortual

Ísland, Úkraína / 90 mín

Framleiðendur: Helgi Felixson, Titti Johnson

Getur þér fundist hús á Ásbrú vera heimili eftir að hafa þurft að flýja úr heimalandinu? 

Myndin segir sögur úkraínsks flóttafólks sem flúið hefur til Íslands úr stríðsástandi. Nú býr það á Ásbrú og er litli bærinn sem áður var herstöð orðinn að tímabundnu heimili. Við verðum vitni að þróun nýs lífs, aðgerða og kraftaverka, þyrnum og stjörnum.

Tight Lines – Gagga Jónsdóttir

Ísland / 70 mín

Framleiðandi: Gaukur Úlfarsson, Sagafilm

Ný kynslóð leiðsögukvenna á táningsaldri gera sig klárar til að taka á móti reyndum veiðiklóm og aðstoða þær við að finna og landa stórlöxum, líkt og forfeður þeirra. Þetta verður sumar þar sem viðkvæmt sjálfstraust vex, mistök eru gerð og dýrmætar stundir verða til á árbakkanum.

Laxá í Aðaldal og náttúran sem umlykur hana geymir fjölskyldusögu þessara stúlkna um leið og saga nýrrar kynslóðar verður til. Sjálfsmynd þeirra og kynslóðanna sem á undan koma er samofin ánni. Náttúran á undir högg að sækja úr ýmsum áttum, framtíð veiðinnar í Laxá í Aðaldal er óljós og að villtum og viðkvæmum laxastofninum stafar ýmis hætta.

kvikmyndir

Anorgasmia by Jón E. Gústafsson

Ísland, Kanada, Tékkland / 100 mín

Framleiðendur: Karolina Lewicka, Jakub Rálek

Tveir ókunnugir, stolinn bíll og eldfjall. Áhugaljósmyndari og maður með áfallastreituröskun eru neyddir til að horfast í augu við ótta sinn eftir að eldgos hamlar öllu flugi. Saman stela þeir bíl um miðja nótt og stefna að hálendinu til að vera þeir fyrstu til að sjá gosið. Þeir komast aldrei á leiðarenda en á þremur dögum breytist líf þeirra og stefnir í nýja átt.

ALL EYES ON ME by PASCAL PAYANT

Ísland, Kanada / 90 mín

Framleiðendur: Pascal Payant, Guðmundur Þorvaldsson

Trílógía, fyrsti hluti – Eftir að maður missir fjölskyldu sína í slysi ferðast hann um Ísland í leit að gröfinni og mætir á leiðinni ungum ferðamanni sem flúði frá Póllandi.

When The Light Breaks – Rúnar Rúnarsson

Ísland, Holland, Króatía, Frakkland / 90 mín

Framleiðendur: Heather Millard, Rúnar Rúnarsson; Meðframleiðendur: Raymond van der Kaaij, Mike Downey, Igor A.Nola, Xenia Maingot and Sarah Chazelle

Á löngum sumardegi í Reykjavík er líf ungs listnema snúið á hvolf. Frá einu sólsetri til annars, þegar hlátur breytist í tár og fegurð og sorg lifa saman í sátt og samlyndi.

Fjallið – Ásthildur Kjartansdóttir

Ísland, Svíþjóð / 92 mín

Framleiðandi: Anna G. Magnúsdóttir

Grípandi saga um hvernig himingeimurinn og ferðalag inn á hálendið veitir harmi sleginni fjölskyldu huggun. Rafvirkinn Atli býr með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara og nítján ára dóttur þeirra tónlistarkonunni Önnu í Hafnarfirði. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið framávið.

sjónvarpsþáttaröð

Stormur – Sævar Guðmundsson

Ísland / 420 mín (8 þættir x 50 mín)

Framleiðendur: Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson

Heimildaþáttaröð um baráttuna við COVID-19 þar sem fylgst er með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum. Í þáttunum er einblínt á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Spennandi heimildarþáttaröð sem segir frá baráttu lítillar þjóðar í miðju Atlantshafi við veiru sem setti allt á hvolf. Þáttaröðin varpar ljósi á mannlegu hliðina af faraldrinum, og segir hjartnæmar sögur fólks sem þurfti að glíma við veiruna, oft langt frá sínum nánustu.

Vörn – Konráð K. Þormar

Ísland / 160 mín (8 þættir x 20 mín)

Framleiðandi: Halldór Ísak

Ungur fótboltamaður tekst á við eitraða menningu í meistaraflokki ásamt óvæntum tilfinningum gagnvart mótherja sínum sem gætu kostað hann feril sinn. Baráttan um að lenda ekki neðst í goggunarröðinni í liðinu og lifa tvöföldu lífi fer að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu hans. Þegar að líður á keppnistímabilið stendur Kolbeinn frammi fyrir því að standa með sjálfum sér eða kikna undan álagi og eyðileggja feril sinn.

Við erum mjög stolt að styðja við þennan fjölbreytta hóp verkefna. Verið vakandi fyrir að þessi verkefni verði sýnd í náinni framtíð.