TAKTU ÞÁTT Í STOCKFISH HÁTÍÐINNI

Vertu með! – Undraheimur Stockfish og töfrandi kvikmyndamenning bíður þín í Reykjavík.  

Stockfish kvikmyndahátíðin á10 ára afmæli í ár og þér er boðið! Öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Mættu á einstakan kvikmyndaviðburð og fagnaðu fjölbreytileikanum með okkur. Þakklæti í garð kvikmyndagerðarfólks sem gerir þennan viðburð einstakan er okkur efst í huga.

Þú finnur veggspjöldin okkar um alla borg. Þar færðu allar upplýsingar. Þau líta svona út.

Nú kynnum við tvær myndir í viðbót, Human Hibernation og Love Lies Bleeding. Báðar voru kynntar á Berlinale 2024 og Human Hibernation vann Fispreci verðlaunin.

Love Lies Bleeding

Leikstjóri: Rose Glass 

Líkamsræktareigandinn Lou verður ástfanginn af Jackie, metnaðarfullri vaxtarræktarkonu sem komin er til Las Vegas til að láta drauma sína rætast. En ást þeirra hefur ofbeldi í för með sér og dregur þau djúpt niður í glæpavef fjölskyldu Lou.

The Human Hibernation

Leikstjóri: Anna Cornudella 

The Human Hibernation er vísindaskáldskapur sem fjallar um mannlega hegðun á dýrslegan hátt. Myndin hefst á því að Erin vaknar af vetrardvala of snemma og hverfur. Clara, eldri systir hennar, heldur af stað í leit að svörum. Um leið þarf hún að horfast í augu við reglur samfélagsins sem hún býr í, samfélags sem leggst í vetrardvala yfir köldustu mánuði ársins. 

Kvikmyndin veltir vöngum yfir mannskepnunni, þversögnum hennar og dýrslegu eðli.