10 ára afmæli okkar hefst á morgun!

Við erum spennt fyrir því að fá loksins að halda upp á 10 ára afmæli hátíðarinnar með ykkur á morgun! Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni árið 2015 en hún var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Þessi síðastliðin 10 ár hafa verið full af hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki, fjölbreyttu úrvali kvikmynda og frábærum hátíðargestum.

Skál fyrir 10 árum í viðbót!

Upplýsingar um sýningar og viðburði ásamt tímasetningum má finna í bæklingnum. 

Hægt er að bóka miða á sýningar hér.