Á hjara veraldar

Á hjara veraldar er fyrsta kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur og vakti myndin athygli á sínum tíma fyrir nýstárleg efnistök og óvenjulega nálgun. Í myndinni stillir Kristín margvíslegum andstæðum saman og kafar í kjölinn á íslenskri þjóðarvitund. Myndin er ljóðræn og Kristín skoðar hér á óhefðbundinn hátt sálarlíf persóna sinna. Söguþráðurinn spinnst einkum milli þriggja persóna, móður, dóttur og sonar. Inn í vef fjölskylduátaka fléttast ýmis mál, umhverfismál, sakamál og kynjamál og beiting valds í sinni víðtækustu mynd.

 

Sýningin er í boði Kvikmyndasafns Íslands.

Sýningartímar

  • 11. apríl 17:00 Q&A
Leikstjóri:
Kristín Jóhannesdóttir
Lengd:
112 mín
Ár:
1983
Tungumál:
Íslenska