Ratcatcher

Myndin gerist í Glasgow sumarið 1973. Sorphreinsunarmenn eru í verkfalli og daunillir ruslapokar safnast upp með tilheyrandi sjón- og umhverfismengun. Ryan, 12 ára gamall, drukknar þegar hann er í gamnislag við nágranna sinn James. 

James hleypur heim eins og fætur toga, þar sem drykkfelldur faðir hans, móðir og systur búa, en þau dreymir um að komast í nýjar félagslegar íbúðir. Þessi uppvaxtarsaga segir frá James þar sem hann er í slagtogi við sér eldri drengi. Kenny,sérkennilegur vinur hans og hin aðeins eldri og nærsýna Margaret Anne sem strákarnir fá að sofa hjá eru meðal samferðafólks James. Verkfallið gæti leysts bráðum, en á James einhverja von?

Kvikmyndin vann Grand Prix á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Bratislava. 

Kvikmyndin vann verðlaun fyrir Bestu leikkonu í aðalhlutverki á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Bratislava.

Kvikmyndin vann verðlaun fyrir Besta nýliðann ( Carl Foreman verðlaunin) á BAFTA verðlauna hátíð.

Sýningartímar

  • 11. apríl 19:15
Leikstjóri:
Lynne Ramsay
Lengd:
94 mín
Ár:
1999
Tungumál:
Enska