Eva hefur alltaf verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við son sinn,Kevin, hefur verið þyrnum stráð allt frá fæðingu hans. Kevin er nú fimmtán ára gamall og eftir að hann hefur framið ólýsanlegan og hörmulegan glæp þarf Eva að kljást við sorg og samviskubit ofan á reiði og hneykslan samfélagsins. Spurningar um eðli og uppeldi eru settar fram á sérlega sterkan máta með því að skoða sektarkennd Evu í samhengi við meðfædda illsku Kevins Efnið er meistaralega sett fram af leikstjóra myndarinnar og kveikir upp margar siðferðilegar spurningar.
Kvikmyndin var tilnefnd til 3 BAFTA verðlauna, fyrir Besta breska kvikmyndin, Besta leikstjórnin og Besta leikkonan í aðalhlutverki.
Kvikmyndin vann verðlaun fyrir Bestu leikstjórnina á Bresku kvikmynda verðlaununum.