Um Stockfish

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í sjötta sinn dagana 12. til 22. mars 2020 í Bíó Paradís.

Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í  Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega í byrjun mars og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Allt kapp er lagt á að starfrækja Stockfish á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.

Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands.  Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni.

Stjórn & Teymi

Friðrik Þór Friðriksson

Framleiðandi og leikstjóri.

Samtök kvikmyndaleikstjóra (SKL)

Guðrún Edda Þórhannesdóttir

Framleiðandi

Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Sigríður Rósa Bjarnadóttir

Leikgervahönnuður

Félag Kvikmyndagerðarmanna

Ari Alexander Ergis Magnússon

Kvikmyndagerðarmaður

Félag kvikmyndagerðarmanna

Bergsteinn Björgúlfsson

Kvikmyndatökustjóri

Félag íslenskra Kvikmyndatökustjóra

Huldar Breiðfjörð

Handritshöfundur

Félag leikskálda og handritshöfunda

Birna Hafstein

Leikkona

Félag íslenskra leikara

Marzibil Sæmundardóttir

Framkvæmdastjóri

Stockfish Film Festival

Ársæll Sigurlaugar Níelsson

Framleiðandi & Gestastjóri

Stockfish Film Festival

Rósa Ásgeirsdóttir

Dagskrár- og viðburðastjóri

Stockfish Film Festival

Elín Arnar

Kynningar- og útgáfustjóri

Stockfish Film Festival