DANMÖRK Í SVIÐSLJÓSINU OG MEISTARASPJALL MEÐ HELLE HANSEN

Dönsk kvikmyndagerð verður í kastljósinu á Stockfish 2024. 

Fjöldi danskættaðra mynda er á dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal ,,Toves værelse” eftir Martin Zandvliet, og ,,Kalak” eftir Isabellu Eklöf. Löng hefð er fyrir samstarfi íslenskra og danskra kvikmyndaframleiðenda, en opnunarmynd hátíðarinnar ,,Eternal” eftir Ulaa Salim er einmitt dönsk/íslensk framleiðsla. 

Aðstandendur myndanna verða viðstaddir hátíðina og ræða við áhorfendur að frumsýningu lokinni.

MEISTARASPJALLA MEÐ HELLE HANSEN

Hvernig skapar maður hrífandi heimildarmynd?

Blaðamaðurinn og kvikmyndagerðarkonan Helle Hansen býður upp á meistaraspjall um heimildarmyndargerð á Stockfish. Á námskeiðinu verður dæmi um norrænt kvikmyndaverkefni notað til að fara yfir þær áskoranir sem fylgja því að samþætta ólíka sýn þeirra sem koma að gerð heimildarmynda, og farið yfir hvernig kvikmyndargerðarmenn geta stuðlað að sátt meðal hagsmunaaðila án þess að upprunalega sagan líði fyrir. Helle Hansen hefur gert fjölda heimildarmynda ásamt því að starfa sem kvikmyndaráðgjafi fyrir dönsku og norsku kvikmyndastofnanirnar og danska ríkissjónvarpið .

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á STOCKFISH 4. - 14. APRÍL 2024