Viðburður þar sem handritshöfundar geta skerpt á þekkingu sinni, fengið gagnrýni á verk sín og tengst samfélagi sem deilir ástríðu þeirra fyrir skrifum.
Handritasmiðjunni er ætlað að efla og þroska íslenska handritshöfunda, og skapa umhverfi til samstarfs og tengslamynda. Hún er sniðin að þörfum höfunda með reynslu, en sem þurfa leiðsögn til að fínpússa handrit sín og koma þeim í framleiðslu.
Handritshöfundurinn og leikstjórinn Tina Gharavi leiðir smiðjuna, en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, og var meðal annars verið tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir fyrstu kvikmynd sína, I am Nasrine.
Smiðjan er eingöngu ætluð handritshöfundum með reynslu, og þurfa þátttakendur að hafa skrifað að minnsta kosti eitt kvikmyndahandrit eða sjónvarpsþátt til að sækja um. Kennslan fer fram á ensku. Skráning hér fyrir neðan.