Hvernig metur heimildamyndagerðarfólk sannleika, traust og huglægni í störfum sínum? Í þessu erindi deila Tinna Ottesen og Janus Bragi Jakobsson eigin vangaveltum út frá reynslu sinni við gerð gjörningafyrirlestranna „Íslenskt snitsel“ sem síðar þróuðust í heimildamyndina 4 reasons for sharing (Paradís Amatörsins). Í gegnum myndbrot og samtal skoða þau þær áskoranir sem fylgja jafnvægislistinni að velja sjónarhorn, byggja upp traust við þátttakendur og taka listrænar ákvarðanir þegar unnið er með myndefni frá öðrum. Þetta er ekki fyrirlestur um reglur, heldur opið samtal um flækjustig frásagnarinnar og þær sífelldu samningaviðræður sem liggja að baki heimildamyndinni.
