Boðið er til opinna umræðna um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar.
Hvað höfum við lært og hvert stefnir íslensk kvikmyndagerð í dag? Endurgreiðslukerfi kvikmynda- og sjónvarpsþátta er tiltölulega nýtilkomið á Íslandi. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár og hróður íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsþátta farið víða. Hver króna sem ríkið fjárfestir í kvikmyndaiðnaðinum skilar sér margfalt til baka. Þrátt fyrir það á fagið undir högg að sækja með lækkun framlaga til Kvikmyndasjóðs.
Í pallborðinu koma saman fulltrúar allra fagfélaga í kvikmyndagerð á Íslandi, auk Gísla Snæs Erlingssonar, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar og Örnu Kristínar Einarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningar og skapandi greina í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Þátttakendur í pallborðinu eru Hrönn Sveinsdóttir (SKL), Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hilmar Sigurðsson frá Samtökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Drífa Freyju-og Ármannsdóttir frá Félagi leikmynda- og búningahönnuða (FLB), Sveinbjörn I. Baldvinsson formaður Félags handritshöfunda og leikskálda (FIH), María Sigríður Halldórsdóttir frá Félagi kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (Wift) og Sigríður Rósa Bjarnadóttir frá Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK). Hilmar Sigurðsson verður með stutta samantekt áður en pallborðið hefst.
Umræðum stýrir blaðakonan Marta Balaga.