Það skiptast á skyn og skúrir í lífi Olfu, túnískrar konu og móður fjögurra dætra. Elstu dæturnar tvær láta sig hverfa einn góðan veðurdag og í þessari leiknu heimildarmynd segir Ben Hania sögu fjölskyldunnar sem er í senn uppfull af von, uppreisn, ofbeldi og systrakærleik.
Myndin er tilnefnd sem besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 2024.