HEIÐURSGESTUR STOCKFISH 2024 ER LYNNE RAMSAY

Lynne Ramsay er skoskur leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og kvikmyndatökukona. Hún var gestur Stockfish árið 1997 þegar hátíðin bar nafnið Kvikmyndahátíð Reykjavíkur (Reykjavík Film Festival).

Kvikmyndir hennar kafa djúpt í líf barna og ungs fólks og eru þemu eins og sorg, sektarkennd, dauði og eftirleikur hans eru áberandi í hennar verkum. Lítið er um samtöl eða frásagnir í myndunum en í staðinn er lögð áhersla á sjónræna framsetningu, tónlist og hljóðheim til að skapa söguna.

Lynne hefur verið tilnefnd til BAFTA verðlauna og British Independent Film verðlaunanna fyrir leikstjórn og hlotið Writer’s Guild of Great Britain verðlaunin fyrir handrit auk annarra verðlauna.

Stockfish mun sýna þrjár myndir eftir Lynne til heiðurs hennar og mun hún einnig vera með Opið spjall á hátíðinni þar sem áhorfendur eru hvattir til að spyrja spurninga. Ekki missa af!

WE NEED TO TALK ABOUT KEVIN

Eva hefur alltaf verið óörugg í móðurhlutverkinu og samband hennar við soninn Kevin hefur verið þyrnum stráð allt frá fæðingu hans. Kevin er nú fimmtán ára gamall og eftir að hann hefur framið ólýsanlegan og hörmulegan glæp þarf Eva að kljást við sorg og samviskubit ofan á reiði og hneykslun samfélagsins. Spurningar um eðli og uppeldi eru settar fram á sérlega sterkan máta með því að skoða sektarkennd Evu í samhengi við meðfædda illsku Kevins. Efnið er meistaralega sett fram af leikstjóra myndarinnar og vekur upp margar siðferðilegar spurningar

MORVERN CALLAR

Morvern Callar er ómetnaðargjörn afgreiðslukona í Glasgow. Þegar kærasti hennar fremur sjálfsvíg finnur hún upp alls konar sögur sem útskýra fjarveru hans. Eftir einhverja daga limlestar hún líkið og jarðar kærastann. Þegar hún finnur skáldsögu eftir hann sem hann kláraði fyrir dauða sinn ákveður Morvern að senda söguna á nokkur útgáfufyrirtæki sem sitt eigið. Þegar bókin er keypt af henni notar hún peninginn til að fara í ferðalag til Spánar með bestu vinkonu sinni, Lönu og fara þær Saman á óvænt tilfinningalegt ferðalag.

RATCATCHER

Ratcatcher gerist í Glasgow sumarið 1973. Sorphreinsunarmenn eru í verkfalli og daunillir ruslapokar safnast upp með tilheyrandi sjón- og umhverfismengun. Myndin segir frá James og uppvaxtarárum hans. Þegar James og nágranni hans Ryan, 12 ára, eru í gamnislag drukknar Ryan. James hleypur heim eins og fætur toga þar sem búa auk hans, faðir hans sem er drykkfelldur, móðir hans og systur. Þau dreymir það eitt að komast í nýja félagslega íbúð. Uppvaxtarár James einkennast af þessu og því slagtogi sem hann er í við sér eldri drengi, sérkennilega vin hans Kenny og hina aðeins eldri og nærsýnu Margaret Anne sem strákarnir fá að sofa hjá. Verkfallið gæti leysts bráðum en á James einhverja von?