LOKAMYND STOCKFISH „FANGA“ EFTIR MAX GOLD

Í ár ljúkum við  Stockfish kvikmynda- og bransahátíð á fantasíukvikmyndinni Fanga (Belle) sem leikstýrt er af Max Gold. Fjöldi íslenskra leikara eru í leikarahópnum m.a. Andrea Snædal, Ingi Hrafn Hilmarsson og Guðmundur Þorvaldsson. Auk leikaranna verða framleiðandi og leikstjóri myndarinnar viðstaddir sýninguna og taka þátt í Opnu spjalli.

Myndin fjallar um þá hræðilegu staðreynd að þó að maður sé ástfanginn þýði það ekki að ástin geri manni gott. Í þessari svörtu útgáfu af Fríðu og dýrinu ákveður Belle að gerast fangi dýrsins í skiptum fyrir galdur sem á að lækna veikan föður hennar. “Fanga” segir sögu stúlku sem er föst milli tveggja eitraðra sambanda, og þarf að berjast gegnum baneitraða ást til að finna veginn framávið. 

 

Þessi myrka og heillandi saga er sett í stórbrotinni íslenskri náttúru og þessa töfrandi mynd um ást og hrylling ættu allir að sjá á stóra tjaldinu hjá Stockfish.