LEDA

Ásótt af minningum og guðlegum sýnum, glímir ung kona við áföll, nauðgun og þungun í þessari ljóðrænu endursögn úr grískum goðafræðum. Leda býr ein í húsi sem er í eigu fjölskyldu hennar. Ásótt af guðlegri veru og lostafullum minningum verður draumkennd veröld hennar sífellt martraðakenndari eftir því sem hún byrjar að láta á sjá.
Framleiðandinn Clark Kline, leikstjórinn Samuel Tressler, leikkonan Adeline Thery og André Barros sá sem samdi tónlistina við verkið, verða öll viðstödd Opnar umræður eftir sýningu kvikmyndarinnar þann 28.mars.

“Tressler’s film is a captivating fever dream that uses music, sound effects, and startling imagery to weave its magical spell. – John Seal. Berkeleyside.org

Sýningartímar

  • 28. mars 18:00 Q&A
Leikstjóri:
Samuel Tressler
Lengd:
76 mín
Ár:
2021
Tungumál:
Enska