WHITE ON WHITE

White on White er myndbandsdagbók sem leikstjórinn Viera Cakanyova hélt þegar hún dvaldi á Suðurskautslandinu að taka upp kvikmyndina sína FREM (2019). Aðalpersónan í þeirri kvikmynd er gervigreind. Á meðan dvölinni stendur á hún í samræðum við hin ýmsu gervigreindarkerfi um eðli kvikmynda, eðli listar og tilgang lífsins. Með því að birta hugsunarhátt gervigreindar, sem er laus við mannlegt eðli og tilfinningar, leiðir það áhorfandann í djúpa sjálfsskoðun.

Myndefni frá daglegu lífi hennar á stöðinni stangast á við ljóðrænt landslagið á Suðurskautinu og vangaveltur hennar sem sprottnar eru upp úr einamannaleikanum sem fylgir slíkri einangrun.

Viera Cakanyova, leikstjóri myndarinnar verður viðstödd Opnar umræður eftir sýninguna þann 31.mars.

“Occasionally fascinating, frequently baffling video diary from Antarctica about penguins and Artificial Intelligence. Transfixing nonetheless.”
Glenn Charlie Dunks. Letterboxd.

Sýningartímar

  • 31. mars 17:00 Q&A
Leikstjóri:
Viera Čakányová
Lengd:
74 mín
Ár:
2021
Tungumál:
Slóvakísku