Myndin byggir á albanskri skáldsögu, sem gerist á tímum Sovétríkjanna á áttunda áratugnum. Hún segir frá hetjudáðum embættismannsins Zylo sem starfar í Menntamálaráðuneytinu. Til að heilla yfirmenn sína fær Zylo upprennandi rithöfund að nafni Demka til að skrifa fyrir sig stórkostlegar ræður og skýrslur. Allt saman byggt á lygilegum kenningum Zylo.