KVIKMYNDAHORN NÝJUNG Á STOCKFISH

Stockfish býður upp á nokkur svokölluð kvikmyndahorn sem samanstanda af vönduðum dagskrám sem beina sjónum að sérvöldum kvikmyndum á hátíðinni.

LUX HORNIÐ

Kynning á LUX áhorfendaverðlaununum, í samstarfi við sendinefnd Evrópubandalagsins á Íslandi. Evrópsku, LUX áhorfendaverðlaunin eru rekin af Evrópu þinginu og eiga að stuðla að sýnileika mismunandi menningarheima og styðja við evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin varpa ljósi á félagsleg og pólitísk málefni líðandi stundar í gegn um  fegurð kvikmyndarinnar. 

Markmið verðlaunanna er að styrkja tengslanet evrópsks kvikmyndagerðafólks og opna ólíka menningarheima fyrir áhorfendum. Verðlaunin voru veitt í þriðja sinn hér í Reykjavík þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu, 2022. Það er áríðandi að íslensk kvikmyndagerð sé sýnileg í Evrópu og því var þetta mikilvægt skref fyrir bransann hérlendis. 

Gestum Stockfish gefst kostur á að taka þátt í áhorfendaverðlaununum og kjósa uppáhalds kvikmyndina sína með QR kóða fyrir áhorfendaverðlaun Lux Awards.

Burning Days

kvikmyndagerðarmanninn Emin Alper segir frá Emre, ungum og efnilegum saksóknara sem er nýráðinn í verkefni í smábæ þar sem upp kemur vatnsskortur og pólítískir skandalar. Eftir góðar móttökur í byrjun er hann dreginn sífellt dýpra inn í erfið samskiptamynstur samfélagsins. Þegar Emre tengist eiganda bæjarblaðsins ýkjast orðrómar og samskiptaerfiðleikar enn frekar.

Will-o’-the-Wisp

eftir portúgalska kvikmyndagerðarmanninn João Pedro Rodrigues sem fjallar um hans hátign Alfredo, konung án krúnu. Mann sem liggur á dánarbeðinu og ferðast í gegnum heim minninga og lítur til baka á draum sinn um að vera slökkviliðsmaður. Kynni hans við Afonso, þjálfara á slökkviliðsstöðinni eru afdrifarík og þau kynni hefja nýjan kafla í lífi þeirra beggja. Kafla sem drifinn er áfram af ást, þrá og vilja til að breyta ástandinu.

Close

Mynd eftir belgíska leikstjórann Lukas Dhont. Innileg vinátta milli tveggja þrettán ára stráka, Remi og Leo, rofnar óvænt. Leo hefur samband við móður Remi til að reyna að skilja og sætta sig við þessar nýju erfiðu aðstæður. Kvikmyndin fjallar um vináttu og ábyrgð. Alan Dessauvage, klippari kvikmyndarinnar mætir sem gestur á Stockfish og mun taka þátt í opinni umræðu um myndina.


EFA Hornið

Dagskrá EFA horns Stockfish 2023 lítur sérstaklega til kvikmynda sem fengu tilnefningar og verðlaun á Evrópsku Kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Reykjavík 2022. Þessar kvikmyndir hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi.

Oink 

eftir Mascha Halberstad er teiknimynd sem fylgir níu ára stúlku sem fær grís að gjöf frá afa sínum. Hún sannfærir foreldra sína um að fá að eiga grísinn Oink með því skilyrði foreldranna að hún þjálfi hann eins og hvolp. Foreldrar hennar eru þó ekki helsta ógnin við Oink því afi hennar er í raun að taka þátt í leynilegri pylsugerðarkeppni sem haldin er af samtökum kjötiðnaðarmanna. Hugljúf og spennandi mynd fyrir alla fjölskylduna.

SMALL BODY

Sigurvegari 2022 á Evrópsku kvikmyndahátíðinni var kvikmyndin Small Body eftir Laura Samini. Kvikmyndin gerist á Ítalíu árið 1900. Söguhetjan Agata er ung kona sem fer með lík andvana fæddrar dóttur sinnar í hættulegt ferðalag til að skíra hana og forða frá eilífri glötun í milliheimi Limbósins. Sýningin er styrkt af ítölsku menningarstofnuninni í Osló.

MARIUPOLIS 2 

Heimildarmynd um stríðið í Úkraínu sem hefur verið lýst sem hrárri og raunverulegri sýn á ástandið eins og það var. Viðkvæmt blak  fiðrildavængjanna færðist nær, lyktin af hráu virði dauðans. Svona var lífið þarna.“ sagði Mantas Kvedaraviciusn, litháíski kvikmyndagerðamaðurinn sem var frægur fyrir fréttaflutning sinn af stríði. Hann lést 30. mars 2022 í umsátrinu um Maríupol.


SUndance hornið

Sundance samtökin eru óhagnaðardrifin og hafa það að meginmarkmiði að uppgötva og þróa verk nýrra listamanna og kynna þau áhorfendum. Sundance styður við hæfileikafólk í kvikmyndagerð, bæði frá Bandaríkjunum og annars staðar úr heiminum, til góðra verka og kemur því á framfæri.

Sundance hátíðin leitar eftir sögum sem sagðar eru með frumlegum og einstökum hætti, sögum sem knúnar eru áfram af einlægni og krafti, gleðja og vekja upp spurningar eða vangaveltur sem jafnvel geta leitt til breytinga í samfélögum okkar.  

Hátíðin hefur ávallt haldið á lofti kvikmyndagerðarfólki með einstakar og kraftmiklar raddir og lagt mikið upp úr að kynna verk þeirra sem víðast í heiminum. Í ljósi þess að markmið Sundance og Stockfish eru svipuð, fögnum við því að geta boðið upp á Sundance hornið þar sem tvær myndir frá síðustu Sundance hátíð verða á dagskrá.

medusa deluxE

Morðráðgáta sem gerist í hárgreiðslu samkeppni í London. Eyðslusemi, afbrýði og óhóf grassera í keppninni. Óupplýstur dauði eins keppandans sáir fræjum sundrungar í samfélagi, þar sem ástríðan fyrir hári og hárgreiðslu jaðrar við þráhyggju. Thomas Hardiman, leikstjóri og handritshöfundur er gestur á Stockfish og situr fyrir svörum eftir myndinna.

Smoke Sauna Sisterhood

Heimildarmynd eftir Önnu Hints þar sem fylgst er með konum sem endurheimta styrk sinn í gufubaðinu þar sem þær deila innstu leyndarmálum sínum og reynslu hver með annarri og skola þannig burt skömmina sem er föst í líkama þeirra. Þessi mynd er sögð fanga vel það andlega heilunarferli sem dimm gufuböðin, andrúmsloftið og umhverfi Eistlands bjóða upp á.

Anna Hints leikstjóri kvikmyndarinnar er gestur á Stockfish og tekur þátt í opinni umræðu um myndina eftir sýningu.