MASSIF NETWORK
Stockfish 2024 kynnir með ánægju Massif Network.
Massif er byltingarkennd leið fyrir kvikmyndaframleiðendur, ljósmyndara og annað fagfólk til að finna hárréttan tökustað fyrir hvert verkefni. Í samtölum við fólk í greininni kom í ljós að mikil vöntun var á slíkri leið og eftirspurnin því mjög mikil. Massif er vettvangur þar sem lögð er áhersla á alhliða myndefni. Hverjum tökustað fylgja mikilvægar upplýsingar um sólstöðu, loftslag og aðgengi að hverjum stað. Þetta er kraftmikið skipulagsverkfæri og samstarfsmöguleikar eru óteljandi. Fyrsta útgáfan af Massif er aðeins byrjunin, stefnan er tekin á enn frekari þróun með auknum möguleikum.
Massif Network er nýstárlegur vettvangur í tökustaðaleit og vali á tökustöðum, sem hannaður er fyrir kvikmyndaframleiðendur, ljósmyndara og aðra fagmenn í skapandi greinum. Steinarr Logi og Kidda Rokk Þórisdóttir bjuggu til kerfið sem hannað er til að auðvelda viðskiptavinum að finna réttu tökustaðina fyrir verkefni sín sem og aðrar gagnlegar upplýsingar varðandi staðina. Massif teymið hefur tekið saman lista yfir 200 einstaka staði um allt land ásamt hágæða ljósmyndum og myndefni af stöðunum. Auk þess fylgja upplýsingar um hvern stað fyrir sig, eins og sólarstöðu, veðuraðstæður, aðgengi og mögulegar áhættur. Stefna Massif er að skapa vettvang og tæki sem auðveldar þjónustuaðilum að finna og taka upplýstar ákvarðanir um réttan tökustað. Massif teymið vinnur að því að gera kerfið aðgengilegt um allan heim og stefnir á frekara alþjóðlegt samstarf seinna á árinu.
Steinarr Logi Nesheim
Framkvæmdastjóri og meðstofnandi
Kidda Rokk
Framkvæmdastjóri og meðstofnan